Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 30.10.2007
Tjukk, feit, full og seriegull
Tjukk, feit, full og seriegull...þetta er frasi sem að stuðningsmenn Brann hafa kyrjað í nokkra vikur í Bergen og víðar.
Ég hélt fyrst að þeir væru að syngja um mig þegar ég kom þangað um helgina.
Þykkur, feitur, veit ekki til þess að hafa náð því að vera fullur en ég var í Íslandsmeistaraliði ÍA í 5. fl... Kannski voru þeir að syngja um mig eftir allt saman. Hef farið á nokkra stóra leiki í fótboltanum í Evrópu og það er engu líkt að vera á heimaleik hjá Brann.
Ótrúlegt að Norðmenn kunni að skemmta sér svona á fótboltaleik. Á þessu sviði erum við langt á eftir frændum okkar.
Ha de..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27.10.2007
Gunni Gylfa, Willum eða Eggen?
Hver verður í brúnni á Parken í nóvember? Willum, Óli Jó, eða Gaui Þórðar. Stórt er spurt.
Hvað um Teit Þórðarson?
Hvernig væri að láta Gunna Gylfa bara stjórna þessu í síðasta leiknum. Þá verður þetta ekkert vesen.
Skipta bara í gamlir vs. ungir á æfingum og sigurliðið fær að byrja inná.
Þetta verður erfiður leikur fyrir hvaða þjálfara sem er.
En ég tippa á að Willum verði með liðið í þessum leik.
Ég myndi vilja sjá Nils Arne Eggen fyrrum þjálfara Rosenborgar taka við íslenska landsliðinu. Hann er fæddur árið 1941. Karl í krapinu. Gerði Rosenborg að meisturum 11 ár í röð.....bara hugmynd.
![]() |
Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 27.10.2007
LOST? eða ótrúleg tilviljun..
Ég las frétt á baksíðu Morgunblaðsins þegar ég var á leið frá Íslandi með Icelandair. Þar var fjallað um fjallagarp sem hefur á stuttum tíma komist í fremstu röð á Íslandi.
Myndin með fréttinni var frekar smá en ég þóttist þekkja kauða. Ásgeir Jónsson. Hann var á sama tíma og ég í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fyrir 20 árum.
Ég leit upp úr blaðinu í flugvélinni og langt frá mér stóð maður. Ég nuddaði augun og trúði ekki því sem ég sá. Maðurinn var ótrúlega líkur Ásgeiri Jónssyni.
Ég hélt að ég væri í miðjum LOST þætti.
Ég var samt ekki alveg viss en þetta reyndist rétt.
Við tókum hvað hefur þú verið að gera síðustu 20 ár? á meðan við biðum eftir töskunum.
Ótrúleg tilviljun og í raun bara fyndið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24.10.2007
Skagamaður -að sjálfsögðu...
Hakan á mér datt niður í bringu þegar ég las þessa frétt (það eru ekki nema 4 cm. þarna á milli þegar ég sit).
Ég vissi að Skagamaðurinn væri í meistari í karate, tölvugúru og plokkaði bassann af og til.
En akstursíþróttamaðurinn Jón Ingi Þorvaldsson? Magnað og ég er handviss um að hann á eftir að ná árangri.
Þetta verður kannski til þess að ég fer að fylgjast með akstursíþróttum?
Tja.
Það er nefnilega það.
![]() |
Annar íslenskur ökumaður í Palmer Audi-formúluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24.10.2007
Kusum naktir í búningsklefanum
Ég veit ekki hvernig framkvæmdin á kjöri leikmanns ársins í Landsbankadeildinni fer fram.
Það sem ég veit er að leikmenn fá kjörseðil og velja sjálfir besta leikmanninn en geta ekki valið leikmann úr sínu liði.
Ég veit hinsvegar hvernig þetta kjör er í úrvalsdeildinni í körfubolta. Ég tók þátt í nokkrum kosningum, og ferlið er svona:
Umslag með öllum atkvæðaseðlunum er sent á fyrirliða eða forsvarsmann félagsins.
Fyrirliðinn fær umslagið og deilir út atkvæðaseðlunum til leikmanna á æfingu.
Leikmenn setjast niður í búningsklefanum, hlið við hlið.
Sumir gátu bara kosið naktir, reyndar voru mjög margir sem kusu naktir. Veit ekki afhverju.
Ýmsar spurningar vöknuðu. Hver er besti nýliðinn?, besti dómarinn?, þjálfari ársins?, besti leikmaðurinn?, úrvalslið ársins. Sumir þurftu aðstoð við að rifja upp gang mála á leiktíðinni.
Oftar en ekki er skortur á pennum á svæðinu. Mjög algengt tæknilegt vandamál
Það kom fyrir að atkvæðaseðlarnir voru mun fleiri en leikmennirnir sem eru á æfingu.
"Hver vill meira" spyr fyrirliðinn og einhver tekur 5-6 seðla til viðbótar og fyllir þá út.
Það hefur einnig komið fyrir að fyrirliðinn sat nánast einn með alla kjörseðlana og fyllti þá út sjálfur.
Atkvæðaseðlunum var síðan safnað saman í eitt umslag sem fyrirliðinn sá um að senda á KKÍ.
Mjög opin kosning og það var mjög auðvelt að hafa áhrif á valið hjá yngri leikmönnum.
Ég er ekki að segja að þetta sé svona í fótboltanum. Vonandi er kerfið miklu betra þar á bæ. En maður veltir því samt sem áður fyrir sér hvernig þetta er framkvæmt..
Val á besta leikmanni og þjálfara ársins í öllum boltagreinunum verður alltaf umdeilt.
Ég held að Keflavík hafi í gegnum tíðina fengið ótrúlega fáar viðurkenningar á lokahófi KKÍ - miðað við afrek liðsins. Sigurður Ingimundarson hefur t.d. aldrei fengið viðurkenninguna, þjálfari ársins. Þrátt fyrir fjóra Íslandsmeistaratitla frá árinu 1997.
Samsæri?
Veit það ekki. En þetta er samt sem áður ótrúleg staðreynd.
Ég held að Sigga sé alveg sama um titilinn þjálfari ársins á meðan hann landar öðrum titlum sem þjálfari.
E.s. myndin sem fylgir færslunni er ekki af mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 22.10.2007
Er þetta gaurinn?
Þetta er kannski bílstjórinn á græna Súbarúnum, YL-607.
Þessi er allavega með smá graut í hausnum og reynir að bjarga málunum í lokatriðinu sem er frábært. Taka tölvuskjáinn og ljósrita hann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22.10.2007
Bílstjórinn á YL-607 er fífl
Ég sá hálfvita í dag á ökutæki sem er grænn Subaru, station, með bílnúmerið YL-607.
Útsýnið í dag í Kollafirðinum var nánast ekkert vegna vatnsveðurs.
Vörubíll með einingar frá Loftorku fór hægt yfir og nokkrir bílar komust ekki framúr.
Ég var á meðal þeirra og var ég aftastur í röðinni.
Fíflið á græna bílnum tók sénsinn, fór framúr mér, og var aðeins hársbreidd frá því að keyra beint á bíl sem kom á móti.
Græna fíflið nauðhemlaði, og kippti bílnum inn á akreinina aftur.
Hann rétt slapp við áreksturinn.
Og ég hélt að hann myndi vera "kúl" á því þar til að betri aðstæður væru til þess að taka framúr.
Nei, nei.
Helv. rugludallurinn hélt áfram að taka framúr það sem eftir var inn í Mosfellsbæ.
Mikið rosalega varð ég reiður að sjá þessa hegðun í umferðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20.10.2007
Konur eru konum verstar - öfund og afbrýði
Konur er konum verstar.
Leikmenn í Landsbankadeild kvenna tóku sig saman og völdu ekki besta leikmann deildarinnar sem leikmann ársins.
Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val fékk að kenna á öfund og afbrýðissemi.
Ég hélt að þessi niðurstaða setji knattspyrnuhreyfinguna endanlega á botninn eftir stormasama viku.
Hef ekkert út á Hólmfríði Magnúsdóttur úr KR að setja. Hún átti gott sumar en Margrét Lára var einfaldlega í sérflokki. Olga Færseth var reyndar valinn leikmaður ársins hjá KR þannig að þetta er allt mjög "spúgí".
Í lok leiktíðarinnar fengum við að heyra af þeirri kjaftasögu að eitthvað plott væri í gangi í kvennaboltanum að kjósa ekki Margréti Láru sem besta leikmann deildarinnar.
Það er nefnilega það.
Ótrúleg uppákoma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
100% stuðningur við Robinson
Ég veit að framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands verður ánægður með þessar fréttir þrátt fyrir að hann haldi með West Ham.
Við Spursarar höfum alltaf lýst 100% trausti okkar á Robinson, svona svipað og hjá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Alveg, kannski, næstum því 100%.
Radek Cerny fær sénsinn. Hann er Tékki og ég hef því engar áhyggjur af því að hann geti ekki neitt..
![]() |
Robinson verður ekki í marki Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18.10.2007
Satt eða logið?
Það sem menn leggja ekki á sig í leit að sannleikanum. Hvar varst þú og hvenær og allt það.
Ég hef meiri áhyggjur af minnismiðanum með leikskipulagi íslenska landsliðsins sem varð eftir á heimili gamla góða Villa. Var Bingi kannski með hann í vasanum?.
Það þarf að finna minnismiðann áður en íslenska landsliðið mætir Dönum á Parken. Kannski fáum við gaurinn með okkur í lið sem fór inn á völlinn til þess að berja dómarann. Segjum í stöðunni 10:0 þá fer hann inn á völlinn, leikurinn blásinn af og við töpum bara 3:0.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)