Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 12.10.2007
KR-TV
Ég ætla að hrósa KR-ingum fyrir þá nýbreytni að bjóða upp á beina sjónvarpsútsendingar á netinu frá heimaleikjum liðsins í körfubolta. Ég var með útsendinguna í gangi í gær í vinnunni og þetta virkar alveg ágætlega.
Gæðin eru að sjálfsögðu takmörkuð en viðleitnin er góð. Ingi Þór Steinþórsson altmuligmand KR-inga lýsti leiknum og hann verður seint sagður hlutlaus í þeim lýsingum.
En hverjum er ekki sama.
Þetta er jú KR-TV.
KR nýtur góðs af því starfi sem önnur félög hafa unnið á síðustu misserum þegar kemur að svona útsendingu. KFÍ á Ísafirði og Breiðablik í Kópavogi hafa lagt grunninn að þessu og KR-ingar fengu góða hjálp frá Ísfirðingum í fyrstu útsendingu sinni.
Vel gert.
Vonandi verða fleiri lið sem sjá sér fært að gera svona hluti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11.10.2007
Sérfræðingur um atburði dagsins
Það verður að fá sérfræðing til þess að fara yfir atburði dagsins í Borgarmálunum.
Ég mæli með þessum sem er neðstur á þessum lista.
Annars fannst mér innkoman í lok fréttamannafundarins á RÚV í dag stórskemmtileg. Tveir aðilar sem voru ekki alveg edrú áttu eitthvað vantalað við fundarmenn. Góður endir á góðum farsa.
Getraun dagsins er líka í gangi. Finnið þau atriði sem eru ekki eins á þessum þremur myndum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Lítt þekktur
Síða 3 í íþróttablaði Morgunblaðisins þann 3. október árið 1997 fer hér með í sögubækurnar.
Fyrir það fyrsta. Skrifaði Ívar Benediktsson um KÖRFUBOLTALEIK KR og ÍA., hann hefur nú húmor fyrir þessu hann Ívar.
Í öðru lagi var seth á meðal leikmanna.
Og í þriðja lagi var nafn seth vitlaust skrifað í úrslitadálk Moggans.
Sigurður Elvar Eyjólfsson? Tja. Ekkert að því þar sem að afi minn hét Eyjólfur.
En hérna er körfuboltaumfjöllun Ívars og það má vel flokka þessa færslu undir monthornið.
Mér er slétt sama eftir kaupréttarsamninginn sem ég gerði í dag.
Smellið á myndirnar og þá er hægt að lesa greinarnar. Þetta monthorn var í boði REI og það er von á meiru.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Hvar er gamli fréttatíminn á Stöð 2?????
Hvar er gamli góði fréttatíminn á Stöð 2? Einu sinni var ég búinn að læra á að íþróttirnar væru á sínum stað, gullfiskaminnið mitt er reyndar búið að gleyma því hvar íþróttirnar voru í þeirri dagskrá.
Ég er alveg hættur að nenna að setja mig inn í þetta nýja fréttadæmi....
Það er alltaf verið að kynna að eitthvað sé alveg að koma, veður, íþróttir, yfirlit frétta, kynning á því sem verður í Íslandi í dag.....
Og ég er alveg hættur að nenna að bíða eftir því að eitthvað sé alveg að koma - og skipti síðan yfir á RÚV....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10.10.2007
Duglegur að reikna
"Pabbi, er ekki 6 plús 6 jafnt og 12," sagði sá fimm ára við mig úr aftursætinu á dögunum.
"Jú það er alveg rétt hjá þér," sagði ég og grunaði hann um að hafa lært þetta eins og páfagaukur af eldri systkynum sínum.
"Pabbi," heyrðist á ný úr aftursætinu. "Er þá 12 + 12 jafnt og 24?," spurði sá stutti.
"Já, það er alveg rétt hjá þér. Þú ert duglegur að reikna," svaraði ég stoltur.
Sonurinn hélt áfram: "Er þá 6 plús, 6 plús, 6 plús, 6 jafnt og 24?."
"Já, já, það er alveg hárrétt hjá þér." svaraði ég og leit í baksýnisspegilinn.
Þá sá ég hvaða tölur sá stutti var að leggja saman.
Kassinn með Egils Gullinu var einnig í öryggisbelti í aftursætinu - líkt og hitt gullið mitt.
Hver segir að stærðfræði þurfi að vera leiðinleg?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9.10.2007
seth skrifar frá Kvíabryggju
Fróðleiksmoli dagsins. Eftir dóminn sem ég hlaut í gær er ljóst að ég verð að blogga frá Kvíabryggju næstu árin. Var einhver sem trúði þessu?
Maður að nafni Seth M. Ferranti er frægasti "fangelsisblaðamaðurinn" í Bandaríkjunum en ég rakst á nafn hans á körfuboltasíðunni hoopshype.com.
Hann er sérfræðingur um körfubolta og skrifar í stóra fjölmiðla um íþróttina. Hann hefur setið inni frá árinu 1993 en hann fékk 25 ára dóm á sínum tíma vegna aðildar að stóru fíkniefnamáli.
Seth hefur stundað háskólanám undanfarin ár og skrifaði m.a. bókina Prison Stories árið 2005.
Hinn íslenski Seth hefur nú ekki mikla þekkingu á fangelsismálum Íslands en ef í hart fer þá fer maður bara að blogga og skrifa frá Kvíabryggju í framtíðinni. Skemmtileg tenging.
Það voru tæknimenn Morgunblaðsins eiga sök á því að ég fékk netfangið seth sumarið 2000. SEÞ á útlensku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9.10.2007
Bikarinn til Brann??
Ég er ekki að fatta þessa fyrirsögn hjá visi.is frá því í gær.
Fréttin er fín.
En Bikarinn til Brann?
Til Brann? en ekki Bergen?
Ég þarf aðeins að hugsa þetta betur.
Kannski liggur þetta í augum úti....
Hvað segir Hjössi Hjass prófarkarlesari okkar um þetta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9.10.2007
Slidesmyndir frá BINGA
Ég var búinn að hella upp á kaffi og drekka einn bolla áður en Mogginn og 24 tímar/stundir, what ever, kom í hús.
Frumburðurinn krafðist þess að sá gamli myndi vakna með henni fyrir fyrstu morgunæfinguna í afrekshóp ÍA í fótboltanum.
Ég var eiginlega glaður að vakna því ég var ekki alveg sáttur við drauminn sem ég var að upplifa.
Ég var sveittur og hjartslátturinn í +200.
Ég var staddur á fundi með ungum Framsóknarmönnum og þar var Björn Ingi Hrafnsson að sýna okkur slidesmyndir frá ferð hans í Kína. Uss, uss, uss. Ég vaknaði sem betur fer skömmu eftir að sýningin hófst. Held bara að kaffið hafi aldrei smakkast betur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8.10.2007
Jón Arnór á skotskónum?
Hjörtur Hjartarson á RÚV er búinn að ráða sig sem prófarkarlesara á Moggann og Fréttablaðið. Það er bara gott mál að fá aðhald frá Hjössa.
Enda maður með puttann á púlsinum.
Mér fannst reyndar bara skondið að Jón Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður var á "skotskónum" í sjónvarpsfréttum RÚV á mánudagskvöldið. Hann skoraði 19 stig fyrir Róma gegn NBA-liðinu Toronto Raptors í æfingaleik.
Kannski að Jón Arnór hafi mætt á æfingar með Totti og félögum og lært ný trix?
Þessi færsla var í boði REI.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 5.10.2007
Hugsar enn á íslensku
Þetta sýnir að Axel hefur ekki verið of lengi í Noregi og hann hugsar enn á íslensku. - Myndband af hlaupinu má skoða hér.
Það er í raun hægt að gera hvaða vitleysu sem er í Noregi ef maður tekur það skýrt fram að maður sé íslenskur.
Ég man nú reyndar eftir því að körfuboltalið, sem var að leika gegn mínum mönnum í Höyenhall veturinn 1998-1999, var nánast allt saman nakið úti á bílaplani eftir leikinn.
Þetta var hálfvafasamt hverfi þar sem Höyenhall var með aðsetur.
Það var ÖLLU stolið úr búningsklefa þeirra á meðan þeir voru að spila gegn okkur.
Bílarnir hjá þeim flestum voru farnir enda geymdu þessir kjánar lyklana bara í buxnavasanum inni í klefa.
Við sem vorum vanir þessu svæði vorum með bíllyklana í pungbindinu eins og vanalega. Ég veit ekki hvernig þetta mál endaði en við unnum þá.
![]() |
Axel hljóp nakinn gegnum miðbæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)