Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 5.10.2007
Skoraði Jón "Bassi"?
Þessa snilldarfærslu er að finna á fréttavef Bolvíska Stálsins vestur í bæ...
Hvað eru menn að reykja á RÚV?
Einhverjum húmorista virðist hafa tekist að fífla íþróttadeildina á RÚV með miklum tilþrifum í kvöld. Vonandi er það skýringin því annars eru menn að reykja eitthvað ólöglegt í Efstaleitinu.
Ég veit svo sem ekki hverjir uppfæra www.ruv.is og textavarpið en í kvöld var þar ágæt frétt um að Haukar væru komnir í toppsætið í handboltanu eftir sigur fyrir norðan.
Í niðurlagi fréttarinnar segir hins vegar frá því að markahæstur Hauka, hafi verið "Jón Bassi" sem skorað hafi 17 af 27 mörkum liðsins !!!
Þetta er alveg snilldarlegt. Ég veit um einn mann sem kallaður hefur verið Jón Bassi og er það Sjálfstæðismaður á Akranesi.
Faðir Gulla Jóns og fyrsti Íslendingurinn til þess að fá rauða spjaldið í efstu deild íslenskrar knattspyrnu. Ég skelli link á þessa merkilegu frétt með þá von í brjósti að þessi skemmtilega villa verði ekki leiðrétt. Ilmandi fínar tvíbökur þarna á ferðinni. Frétt ársins.
![]() |
Hreiðar fær mikið hrós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3.10.2007
Villandi auglýsing
Bylgjan auglýsir grimmt golfferð til Englands þar sem hægt verður að spila golf og skoða í leiðinni þekktustu kylfinga heims á HSBC-meistaramótinu á Wentworth vellinum. Gott mál hjá þeim á Bylgjunni.
Ég er samt sem áður undrandi á því að sjá ferðina auglýsta í Fréttablaðinu í dag með stórri mynd af Tiger Woods - og leitt að því líkum að hann verði með á HSBC-meistaramótinu.
Það er einfaldlega ekki rétt. Ég velti því fyrir hvort fyrirtæki á borð við BYKO, Mastercard, ZO-ON og Ölgerð Egils Skallagrímssonar séu sátt við að taka þátt í svona sýndarleik.
Einnig eru peningaverðlaun í boði fyrir þá sem sigra á Bylgjumótinu.
Það vekur athygli í auglýsingunni að veitt verða glæsileg verðlaun á Bylgjumótinu fyrir þá sem leika best, með og án forgjafar. (50 þúsund króna gjafabréf frá Smáralind og 20 þúsund krónur í peningum frá Bylgjunni.)
Hugmyndin er góð en ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því að samkvæmt áhugamannareglum þá er þetta bannað.
Áhugamaður í golfi má ekki veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Bingó.
Íþróttir | mbl.is | 25.9.2007 | 09:43
Woods verður ekki með á HSBC-meistaramótinu
Þrátt fyrir að rúmlega 130 millj. kr. sé í verðlaunafé fyrir sigur á HSBC-meistaramótinu í holukeppni sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi í næsta mánuði þá hafa margir af sterkustu kylfingum heims afþakkað boð um að taka þátt. Mestu vonbrigðin hjá mótshöldurum er að Tiger Woods ætlar ekki að vera með en hann sigraði á tveimur af alls fjórum stórmótum ársins. Zach Johnson sigurvegari á Mastersmótinu verður ekki með líkt og þeir Jim Furyk, Sergio Garcia, David Toms og Scott Verplank.
Eins og staðan er á styrkleikalista mótsins þessa stundina þá mun Paul Casey leika gegn Jerry Kelly í fyrstu umferð en Casey hefur titil að verja á þessu móti sem fram fer 11.- 14. október. Þeir sem mætast líklega í fyrstu umferð eru: Paul Casey (Engl.) - Jerry Kelly (Bandar.)
Padraig Harrington (Írl.) - Colin Montgomerie (Skotl.)
Angel Cabrera (Argent.) - Niclas Fasth (Svíþj.)
Justin Rose (Engl.) - Hunter Mahan (Bandar.)
Rory Sabbatini (S-Afr.) - Anders Hansen (Danm.)
Henrik Stenson (Svíþj.) - Woody Austin (Bandar.)
Retief Goosen (S-Afr.) - Andres Romero (Argent.)
Ernie Els (S. Afr.) - Sören Hansen (Danm.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2.10.2007
Grunur um aðsvif
Ég vona að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður.
Verð að láta þessa fljóta með frá því maí, visir.is, besta fyrirsögn ársins.
Vísir, 15. maí. 2007 21:27
Grunur um aðsvif undir stýri
Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld...............
![]() |
Fékk aðsvif undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2.10.2007
Heimska
Undarlegasta spurning sem ég hef fengið.
Veturinn 1999-2000 á námsárunum í Osló.
Ég var að ræða við einn bekkjarfélaga minn og hann var að spyrja mig um allt á milli himins og jarðar.
Hann komst að því að ég var með konu og tvö börn í 42 fermetra íbúð og það fannst honum merkilegt.
Ég talaði við kauða á norsku og honum þótti það ekkert fréttaefni.
Síðan kom heimskasta spurning sem ég hef fengið.
"Og þið talið norsku heima hjá ykkur?, er það ekki?"
Ég var fljótur að spyrja hann til baka.
"Myndir þú tala íslensku við Norðmenn sem ættu heima á Íslandi?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 1.10.2007
kvikindið hljóp eins og þjófur
Í framhaldi af hundasögunni sem er í færslunni hér á undan ætla ég að láta aðra fljóta með. Staður og stund: Sognsvatn við Kringsjå í Osló.
Útivistarsvæði Oslóar og í bakgarði stúdentagarðanna.
Nokkrar fjölskyldur að grilla á einnota námsmannagrillum, allir í stuði, nokkrar pulsur á grillinu. (Lánasjóðurinn bauð ekki upp á neitt grandgrill á þessum árum).
Bara verið að bíða eftir því að þær væru klárar.
Kemur ekk risastór hundur skokkandi inn úr skóginum og í átt að okkur. Hann stekkur að grillinu, tekur nokkrar pulsur upp í kjaftinn. Gleypir þær í einum bita. Skokkar í burtu.
Rétt á eftir kemur einhver grindhoruð kjelling á jogginu eftir göngustíg. Hún kallar á bikkjuna (bikkje er heimilishundur) og helv. kvikindið hljóp eins og þjófur á eftir kellu. Engar áhyggjur af kvöldmatnum þann daginn.
Ég hugsaði oft eftir þetta atvik hvaða dóm ég myndi fá ef ég færi upp að Sognsvatni og stæli pulsum af grillinu hjá hinum og þessum.
Ég lét mér einnig detta það í hug að ná mér í græju í undirheimum Oslóar og plaffa á þessi grey sem voru greinilega illa haldina af hungri úti að hlaupa með eigendum sínum.
Það náði aldrei lengra en í aðra heilafrumuna. Hin var á tali.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Plaff, plaff
Ég velti því fyrir hvaða dóm maður myndi fá fyrir að plaffa þetta kvikindi niður...hvað er að gerast?
Þarf eitthvað að velta þessu fyrir sér?
Hvar er sérsveitin og Björn Bjarnason, Bruce Willis eða einhver?
Óður hundur og eigandi sem heldur bæjarfélagi í gíslingu?
Börn á ferð og þetta dýr gengur laust.
Tími á aðgerðir takk fyrir.
![]() |
Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Maggi Gylfa tekur við
Ég er með kenningu.
Magnús Gylfason tekur við Tottenham og Bogi Mölby Pétursson verður aðstoðarmaður hans...Ólsararnir ætla víst að taka þetta yfir.
Ótrúlegur leikur, gaf upp alla von..en Kaboul maður, Kaboul maður, Kaboul maður.
![]() |
Tottenham vann upp þriggja marka forskot Villa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 1.10.2007
Dollarabúðirnar koma sterkar inn
Það er að mínu mati bara gott mál að menn geti fengið sér hressingu á íþróttaleikjum á Íslandi.
Það er svo mikið ERLENDIS.
Þetta ætti að vera í boði fyrir ALLA sem hafa aldur til að drekka slíka drykki.
Skiptir engu máli hvort það sé handbolti, fótbolti eða körfubolti.
Spurning um að fara einbeita sér að því að setja upp DOLLARA-búðir eins og tíðkaðist í gamla Austrinu.
Við erum ekki langt frá þeim í dag.
Bara sumir sem hafa aðgang að bjórnum, því hvíta og rauða.
Þið hinir getið étið það sem úti frýs.. Fín skilaboð.
Myndin er frá Laugardalsvelli s.l. laugardag þar sem Valsmenn voru að hita upp fyrir átökin. Besta mál., en það eiga allir að fá tækifæri til þess að hita upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1.10.2007
Fjórtánmilljónirfjögurhundruðáttatíuáttaþúsundtuttuguogþrír
Það eru aðeins 14,488,023 (fjórtánmilljónirfjögurhundruðáttatíuáttaþúsundtuttuguogþrír) kylfingar betri en ég í heiminum.
Samkvæmt hinum bráðskemmtilega vef www.worldgolfranking.com.
Á þessum vef er forgjöfin sett inn og þeir malla saman einhvern lista yfir kylfinga heimsins. Ég er með 5 í forgjöf, bara stoltur af því, en ég stefni að því að forgjöfin lækki á næsta ári um alveg helling.....
Samkvæmt áreiðanlegum tölum eru 48.032.287 kylfingar skráðir til leiks (fjórtíuogáttamilljónirþrjátíuog tvöþúsundtvöhundruðáttatíuogsjö00/100).
Niel Van den heever frá N-Sjálandi er neðstur á þessum lista einn og yfirgefinn í 48.032.287. sæti.
Svo er einhver golfkennari frá Akranesi sem er eitthvað að þvælast í Mosfellsbænum og þykir voða flottur í sæti nr. 2.830.121 á þessum forgjafarlista en hann er með +0,2 í forgjöf.
Ég sá ekki nöfn eins og Alexander Högnason, Hákon Svavarsson eða Boga Mölby Pétursson á þessum lista? Þessi listi verður ekki marktækur fyrr en þessir aðilar skrá sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30.9.2007
Sumir eru jafnari en aðrir
"Ég vil benda áhorfendum á að öll meðferð áfengis er bönnuð á Laugardalsvelli," sagði þulurinn á leik Vals og HK í gær.
Jebb það var nefnilega það.
Það mega bara sumir drekka á vellinum og aðrir ekki.
Hvað er þetta með íslensku þjóðina?
Ætla menn bara að sætta sig við þetta rugl. Bendi á þessa færslu seth um sama málefni.
Sumir eru jafnari en aðrir - segir í Animal Farm eftir George Orwell..er það bara ekki Ísland í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)