Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 5.7.2007
Flísinn 2008
Verður nokkur á þessu balli?? Ég hélt að 99% þjóðarinnar væri í brúðkaupsveislu á þessum tíma... allavega ég.
Á næsta ári verður nýtt nafn komið á Lopapeysuballið..enda allir í flíspeysum... Flísinn 2008......
![]() |
Fjöldi unglinga stefnir á Írska daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Mark ársins?
Íþróttaheimurinn logar eftir atburði gærkvöldsins á Akranesvelli.
- Ég skoðaði mark ársins (so far) margoft í gær á myndbandi og mín upplifun er að þetta hafi verið slys.
Eftir að Bjarni skýtur boltanum í átt að markinu þá skokkar hann rólega inn að miðjunni á sitt varnarsvæði og mér fannst hann ekki einu sinni horfa á boltann þegar hann var á leiðinni að markinu. Leikmaður sem reynir að skora af þessu færi hlýtur að fylgjast grannt með framvindu mála á meðan boltinn er á leið að markinu.
Bjarni er sá eini sem veit hvort þetta var óviljaverk eða ekki. Ég trúi því ekki að hann hafi gert þetta viljandi.
Það eru margar kjaftasögu sem eru í gangi um það sem gerðist fyrir utan búningsklefana í gær. Menn lamdir og fúkyrði látin falla..
Gísli Gíslason fyrrum bæjarstjóri og núverandi formaður mfl. ÍA var í hlutverki sáttarsemjara og stóð sig bara vel að mér fannst.
Ég stóð fyrir utan girðinguna í um 5 metra fjarlægð og fylgdist með því sem gerðist. Bjarni fór fyrstur inn og Guðmundur Steinarsson náði að komast inn áður en hurðinni var lokað um stundarsakir. Bjarki Guðmundsson fyrrum markvörður ÍA og núverandi varamarkvörður Keflavíkur talaði hátt líkt og margir aðrir en ég held að þetta hafi ekki verið eins "heitt" og menn láta í veðri vaka.
Nokkrir leikmenn Keflavíkur gengu rólegir upp að vallarhúsinu en það voru fáir sem voru mjög æstir og reiðir að mér fannst.
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sagði í sjónvarpsviðtali eftir leikinn að B. Guðjónsson hefði orðið sér til skammar "enn og aftur" og ég væri til í að fá nánari útskýringar hjá Kristjáni á því hvað hann átti við með "enn og aftur". Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu á lokasprettinum í sumarfríinu.
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Hollendingar með lausnina?
Er þetta rétta lausnin?
Áttu Skagamenn að bregðast við með sama hætti og er sýnt í þessu myndbroti? Snillingur á ÍA spjallinu benti á þetta atvik...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4.7.2007
Slæs, húkk eða fade?
Sat spakur með popp og kók í grasbalanum á Akranesvelli í kvöld í sumarfríinu og horfði á leik ÍA og Keflavíkur.
Lokamínútur leiksins eru það skrautlegasta sem maður hefur séð í mörg ár.
Það verður rifist um mark Bjarna næstu árin..og fyrir fjölmiðla er þetta atvik "veisla".. fyrir kylfinga er vert að skoða boltaflugið hjá Bjarna og ég held að þetta hafi verið slæs sem átti að vera húkk...
- Ég held að flestir Skagamenn hefðu viljað að ÍA liðið hefði einfaldlega leyft Keflavík að skora og minnka muninn í 2:1 - allir sáttir.
En eru fordæmi fyrir slíku?
Ég man allavega ekki eftir því og það var létt kaos í gangi þarna úti á vellinum.
- Einar Orri Einarsson leikm. nr. 13 í liði Keflavíkur gerði heiðarlega tilraun til þess að "jarða" Bjarna undir lok leiksins.
Ljótt hefndarbrot.
Menn eru fljótir að gleyma. Ingvi Rafn Guðmundsson leikmaður Keflavíkur er nýbyrjaður að leika á ný eftir fótbrot fyrir tveimur árum í leik gegn ÍBV þar sem Ingvi var fórnarlambið..Það mátti litlu muna að illa færi í samskiptum Einars og Bjarna.
Guðmundur Steinarsson gerði atlögu að Íslandsmeti í 100 metra hlaupi þegar hann reyndi að ná Bjarna sem fór rakleitt upp í búningsklefa eftir leikinn.
Slíkur sprettur hefur ekki sést á hlaupabrautinni á Akranesvelli frá Landsmótinu árið 1975. Guðmundur náði reyndar ekki Bjarna..
Áhorfendur hópuðust að innganginum við búningsklefana en rammgerð UEFA girðing hélt múgnum frá aksjóninu. Eða þannig.
Einn vippaði sér yfir girðinguna án þess að nokkur skipti sér að því.
Þetta er annað árið í röð þar sem að allt fer úr skorðum í leik ÍA og Keflavíkur.
Í fyrra voru það Hjörtur Hjartarson og Guðmundur Mete sem áttu sviðsljósið. Hitti reyndar á Hjört á leiknum og hann var alveg spakur. Þeir félagar mætast á miðvikudagin í bikarnum, Þróttur og Keflavík...
Hef ekki trú á því að hinn rólegi Hjössi fari á límingunum í þeim leik.
Ég bíð spenntur eftir næsta leik þessara liða - úrslit í bikarnum væri fínn leikur?
![]() |
Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 4.7.2007
Klöppum fyrir því
Gult er liturinn í ár. Sólin og grasið tóna vel saman á golfvellinum á Akranesi. Græni liturinn varla til staðar og flatirnar eru harðar sem grjót. Vantar þrumuveður á Akranes í hvelli.
-Það kom aldrei þrumuveður á Mallorca eins og búið var að lofa.
Beið spenntur. -
Íslendingar í flugvélum eru hættir að vera fullir á leið til og frá útlöndum. Flugdólgarnir hvergi sjáanlegir en það er ótrúlegt að heyra fólk heldur uppi þeim sið að klappa þegar lent er.
Var alveg búinn að gleyma þessari upplifun enda langt síðan ég fór í leiguvél.
Er þetta séríslenskt fyrirbæri?
![]() |
Þrumur og eldingar á Suðurlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3.7.2007
Nýr lífsstíll - 14 dagar á Tunglinu
Það tókst. Hálfur mánuður á Alcudia ströndinni á Mallorca án þess að vera "tengdur" við umheiminn. Og slökkt á símanum. Gat alveg eins verið á tunglinu hvað íslenskar fréttir varðar.
Þetta er hægt og bráðnauðsynlegt.
Félagarnir San Miquel og G&T voru bara helv. góðir á kantinum.
Mæli með Alcudia fyrir fjölskyldufólk...rólegt, frábær strönd og nóg um að vera. -
Æfingabúðirnar með G&T og San Miquel skiluðu af sér besta 18. holu hring ársins í dag... - 73 kall takk fyrir túkall, einn yfir pari, og forgjöfin lækkaði í 4,5.
Vildi að það væri jafnauðvelt að losa sig við helv. björgunarhringinn sem hélt mér á floti á ströndinni. En þetta skilaði sér vel í golfinu. Þyngdarpunkturinn er á betri stað en áður.
Nýr lífsstíll í næstu viku eða þar næstu... búinn að lofa þvílíkt upp í ermina á mér..
Bloggar | Breytt 4.7.2007 kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17.6.2007
ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ
Á Spáni get ég skemmt mér fyrir lítið fé........
Framhald síðar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 15.6.2007
PR blogg dauðans
Það er greinilegt að áhorfskönnun er i gangi þessa dagana. Ísland í dag hefur sjaldan auglýst eins mikið og blog(g)ið hans Steingríms er að breytast í PR blogg - dauðans fyrir þáttinn.
Annars er eitthvað sem kveikir ekki áhuga minn á þessum þætti. Ég veit ekki hvað það er..... kannski svarta bókin hans Denna, grái sófinn, lýsingin, innihaldið og framsetningin.. ég skal ekki segja...
![]() |
Fjórir landsliðsmenn enska landsliðsins gifta sig með stæl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15.6.2007
Flatirnar eins og á Nou Camp
Ég vona að Eiður verði áfram í herbúðum Börsunga. Á eftir að upplifa það að fara á völlinn - og ætla mér að gera það áður en hann hættir að leika með liðinu. - að öðru.
Stórmót samtaka íþróttafréttamanna í golfi fór fram á Kálfatjarnarvelli í dag. Gríðarleg þátttaka setti mótshaldið úr skorðum eða þannig. Það eru bara pulsur í þessari stétt.
Dagur á DV og Hjalti á Fréttablaðinu sigruðu með yfirburðum í sportpress/texasscramble.is. Þorsteinn Gunnarsson á Sýn og Valtarinn á XFM fengu silfrið, seth er alltaf jafnleiðinlegur það vildi enginn spila með honum en það skilaði samt sem áður þriðja sæti. (seth fékk bara að spila venjulegan höggleik). Fréttablaðstvíeykið Henry og Eiki Ásgeirs Mojito áttu fína spretti sem skilað fjórða sætinu.
Eiki Ásgeirs var með Sam Snead golfsett frá miðri síðustu öld og á golfpokanum var merki sem gaf til kynna að þetta sett hafði farið víða. Ef Ásgeirsson getur slegið með þessum prikum þá er hann betri "ballstriker" en Mickelson.
Kálfatjarnarvöllur kemur á óvart, það er búið að breyta honum mikið frá árinu 2000 þegar ég spilaði þar í fyrsta sinn. Fínar flatir, stuttar og erfiðar brautir.
![]() |
Arnór Guðjohnsen: Ekkert heyrt frá Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15.6.2007
Samsæri
Mjög djúp samsæriskenning sem ég heyrði á dögunum gengur út á það að Skagamenn hafi "plottað" að gera KR og Fram grikk með því að senda þjálfara frá Akranesi til KR og Fram .
Þetta plott er víst að ganga vel upp að mati þeirra sem trúa slíkri vitleysu.
Arnaldur Indriðason hefur ekki hugmyndaflug fyrir slíkar pælingar.. en það eru eflaust einhverjir sem trúa þessari samsæriskenningu. Meira að segja Þór Hinriksson aðstoðarþjálfari Vals var um tíma yfirþjálfari yngri flokka á Akranesi. Hann á víst að vera með í þessu plotti.
Það er erfitt að vera KR-ingur en stuðningsmenn Fram eru vanir því að vera í þessari stöðu.
![]() |
KR enn án sigurs eftir tap gegn FH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)