Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 15.6.2007
Bezzerwizzzzzzeeeeerrrrr
Varð að skjóta þessu í loftið... Trailer sem sýndur er á Sýn vegna opna bandaríska meistarmótsins í golfi.
Flottur trailer..og gott sjónvarp en þar fullyrðir þulurinn að Tiger Woods hafi aðeins einu sinni unnið opna bandaríska meistaramótið.
Það er ekki rétt.. hann hefur tvívegis fagnað sigri, 2000 og 2002. Kannski þeir breyti þessu í snarhasti fyrir helgina...
Óver and át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14.6.2007
Líkamlegt umhverfismat
Ég er ekki í vafa um að Strætó er þarfasti þjóninn... umhverfisvænn ferðamáti.
Fyrst umhverfismál eru hér til umfjöllunar.
Ýmsir hafa sagt að ég sé það illa á mig komin líkamlega (les:feitur) að réttast væri að fara fram á umhverfismat áður en ég fæ leyfi til þess að fara úr að ofan á sólpallinum.
Þessi umhverfisumræða er náttúrulega komin út í tóma steypu.
![]() |
Frítt í strætó fyrir Kópavogsbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12.6.2007
Grunaður um að hafa sofnað á leik
Ég sá helv. skemmtilega "iðrun" hjá Eiríki "mojito" Ásgeirssyni kollega mínum á Fréttablaðinu þar sem hann játar á sig stórglæp í blaðamennskunni.
Heiðarlegt svar hjá Eiríki og hann hefur húmor fyrir sjálfum sér. Fyrst menn eru farnir að opna sig um slík málefni þá verð ég að játa á mig stórglæp.
Fyrir nokkrum árum fékk ég það verkefni að fara á leik í 1. deild karla á Valbjarnarvelli. Man ekki alveg hvaða lið voru að keppa en Víkingur var annað liðið og Ívar Örn Benediktsson Skagamaður og frændi minn var að leika með Víkingum.
Eins og menn vita er engin aðstaða fyrir fréttamenn á Valbjarnarvelli. Menn deyja ekki ráðalausir í slæmu veðri og rigninu.
Seth potaði bílnum, Renault Clio inn að hliðarlínu, og fylgdist með gangi mála. Leikurinn var frekar leiðinlegur - ekkert að gerast...
miðstöðin var sett í botn í kuldanum, þreyta gerði vart við sig...seth vaknaði þegar langt var liðið á síðari hálfleik.
Ég bullaði eitthvað um leikinn sem endaði með markalausu jafntefli... en hrikalega var óþægilegt að sofna í vinnunni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12.6.2007
Mín skoðun, lífrænt ræktað gras
Ég held að Eiður Smári ætli sér að berjast fyrir sæti sínu hjá Barcelona í eitt ár til viðbótar.. en auðvitað veit maður ekki hvað mun gerast.
Hinsvegar var merkilegt að hlusta á Valtarann, (Valtýr Björn) á XFM í dag.
Hann er með þátt sem heitir Mín skoðun... og í þeim þætti er hann að viðra hugmyndir um að það ætti að banna Garðari Hinrikssyni knattspyrnudómra að blogga.... og ekki nóg með það þá var Valtarinn á þeirri skoðun að blaða- og fréttamenn ættu ekki að vera tjá sig á blogginu???? Þetta kemur úr þætti sem heitir Mín skoðun
Púff...hvað getur maður sagt við svona bulli., eru menn að reykja eitthvað lífrænt ræktað????....óver and át..
![]() |
Eiður Smári til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 11.6.2007
Með greind á við tilraunarottu
Tæplega helmingur þeirra sem heimsótt hafa bullið mitt eru með greind á við tilraunarottu. Og þá er ég ekki að tala um bestu rotturnar, heldur meðalskussa..
Í skoðanakönnun seth.blog.is var spurt að því hvort síðuhaldari væri of þungur.
Þeir sem svöruðu því neitandi eru fífl... ég er að sjálfsögðu dálítið chubby..
Kornabörn sem eru með lítið hár, frekar spikuð og ranghvolfa augunum er sæt og krúttleg...
Ég fæ ekki sama hrós þegar ég er á nærbuxum og netabol, þunnhærður, frekar spikaður og ranghvolfi augunum... ekkert krúttlegt við það.. ný skoðanakönnun mun leiða það í ljós hvort fólk sé fífl...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11.6.2007
Bono í Bíóhöllinni á Akranesi

Ég hef unnið að því lengi í minni fjölskyldu að þau fái U2 í fertugsafmæli mitt..órafmagnaðir tónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi... mér er tjáð að þett mál sé í vinnslu. Það eru kannski meiri líkur á því að Stephen Harper verði veislustjóri hjá mér..
Að öðru: Þeir eru oft dásamlegir íþróttaþættirnir á Rás 2 kl. 11:30 á virkum dögum. Ungi maðurinn sem var með innslagið í dag fær hrós fyrir að hringja í Birgi Leif Hafþórsson og taka viðtal...en þessi spurning fer á topp 10 listann yfir undarlegustu íþróttaspurningar ársins:
- Segðu mér Birgir. Hversu langt fram á sumarið stendur þessi mótaröð yfir?
Birgir átti greinilega ekki von á þessari spurningu og fræddi manninn á því að Evrópumótaröðin væri nú í gangi allt árið.
![]() |
Hafði ekki áhuga á að hitta Bono |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11.6.2007
Friðarsúla Yoko Ono í Hveragerði
Ég reykti friðarpípu í gær með bakverði Skallagrímsliðsins, Mr. Eyjólfsson.
Athöfnin fór fram í Hveragerði og hafa báðir aðilar náð sáttum.
Mr. Eyjólfsson var ekki sáttur við seth.blog.is vegna skrifa um leynilegar æfingar hans með Skallagrím.
Við féllumst í faðma á bílastæðinu við Gufudalsvöll fyrir stórmótaröð Árvakurs/Moggans og Blaðsins. Málið dautt.
Magnús var glaður og hann sullaði niður einu 20 metra pútti og fékk að ég held 2 pör á hringnum. seth var slakur og hann hefur ofmetnast eftir sigurinn á golfmóti körfuboltamanna í Borgarnesi.
Starfsmannapartý Árvakurs s.l. laugardag heppnaðist með ágætum. Besti bjór í heimi er sá sem er frír....helv. góð veisla og margir þreyttir í vinnunni í gær...
óver and át
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9.6.2007
Grár boxpoki
Þetta kemur mér ekkert á óvart. Var á Smáþjóðaleikunum á Möltu árið 2003 og þar var heitt í kolunum í leikjum Kýpur..
Vonandi fær þessi leikmaður langt keppnisbann en FIBA hefur alls staðið sig í því að úrskurða menn í löng keppnisbönn fyrir svona hluti.
Gaurinn var greinilega með eitt á hreinu.. hann hjólaði ekki í konuna sem var að dæma leikinn...en það er gott mál að konur séu að hasla sér völl á þessu sviði..
![]() |
Ráðist á dómara í sögulegum sigri Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 9.6.2007
Alveg rólegur, Magnús bakvörður?
Ég hélt reyndar að DV myndi skúbba þessu leyndarmáli.
Bakverðir knattspyrnuliðs Skallagríms úr Borgarnesi eru báðir Eyjólfssynir og þeir eru bræður. Þeir sem þekkja til í Nesinu segj að önnur eins yfirvegun hafi ekki sést áður í stöðu hægri bakvarðar. Magnús gefur sér tíma í að koma sér í sókn sem vörn -
Magnús Geir Eyjólfsson hlýtur að æfa í laumi. "Hann er painfully slow," sagði Pat Riley um Pétur Guðmundsson körfuboltakappa á sínum tíma. Mr. Eyjólfsson er vissulega mun sneggri en Pétur var á sínum tíma.
En þetta ætti ekki að koma á óvart hjá þeim í Sköllunum, enda er framherji liðsins jafnaldri minn, Valdimar K. Sigurðsson, og hann er enn að setja hann. Og ekki gleyma Ólafi Adolfssyni..hann er fertugur. - ég man líka eftir því að Þór Daníelsson og Guðlaugur Þórðarson heilbrigðisráðherra voru í Skallagrímsliðinu, líklega árið 1988?, Vá það var slakt fótboltalið. Þór Dan...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8.6.2007
Skúbb dagsins.....
Ríkharður Hrafnkelsson úr Stykkishólmi er öðlingur sem skipuleggur árlegt golfmót fyrir þá sem hafa komið eitthvað nálægt körfubolta. Í dag var Rikki með gott mót á Hamarsvelli og fengum við að leika á nýja 18 holu velli þeirra í Borgarnesi. Þetta verður helv. flottur völlur og þarna eru nokkrar frábærar brautir.
Skúbb dagsins er að seth sigraði í keppni án forgjafar á 76 höggum eða 5 höggum yfir pari.
Helv. hann Finnur Jónsson stórglæpon úr Skallagrím fór að drekka eins skepna á miðjum hring, hann dældi í mig áfengi og vallarmetið er því enn í eigu Ómars Ragnarssonar (Örn)...75 högg.
Hef aldrei verið nálægt því að setja vallarmet og hvað þá eins og Smjörvi.. símjúkur...
Pétur Sigurðsson sigraði í keppni með forgjöf en þess má geta að við vorum saman í ráshóp... grunsamlegt í meira lagi..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)