Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 2.2.2007
Þegar stórt er spurt..
Þegar stórt er spurt, spyr Steingrímur Sævarr. Ef orðinu umdeilda er slegið upp í gagnasafni mbl.is og á google kemur margt í ljós. Í ræðum á Alþingi, í skýrslu umboðsmanns barna, í fræðandi umræðu hjá bloggurum.
Og einnig á öðrum fréttamiðlum. - Þegar stórt er spurt skaut því hárfínt framhjá markinu
Það eru skiptar skoðanir þegar stórt er spurt - og svörin eru mörg og mismunandi.
Vísir, 01. feb. 2007 15:24
Fleiri svartir deyja úr krabba
Miklu fleiri svertingjar deyja ennþá úr krabbameini, en hvítir, í Bandaríkjunum, þótt dauðsföllum af völdum krabbameins hafi almennt fækkað. Bandaríska krabbameinsfélagið segir að árið 2003 hafi dánartíðni svartra karlmanna verið 35 prósent hærri en hvítra karlmanna, og svartra kvenna 18 prósent hærri en hjá hvítum konum.
![]() |
Ég er með uppástungu fyrir þig! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.2.2007 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.2.2007
Beint á ská á RÚV
Ég var ekki alveg að skilja útsendingar RÚV í kvöld frá handboltanum á HM. Fylgdist með á netinu hvernig staðan var í undanúrslitaleikjunum - RÚV hefði vel getað hoppað beint inn í framlengingu á leik Frakka og Þjóðverja - og farið síðan í leik Pólverja og Dana. Þetta var allt beint á "ská" og ekki að virka. Á slíkum kvöldum sér maður að RÚV verður að fá sér hliðarrás fyrir svona efni.. Danir eru búnir að raska spánni minni fyrir HM en þeir voru einfaldlega ekki með skytturnar í stuði að þessu sinni - Pólverjar vinna Þjóðverja í úrslitaleiknum - ekki spurning.
![]() |
HM: Pólverjar leika til úrslita gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31.1.2007
Gott skot hjá Alex - tók af skarið
Alexander Petersson, vélmenni íslenska landsliðsins, verður eflaust með hugann við stangarskotið sitt gegn Dönum eitthvað fram eftir árinu. En að mínu mati ætti hann að vera stoltur af því að hafa tekið af skarið þegar mest á reyndi.
Íþróttamenn í fremstu röð hugsa ekki þegar þeir komast í slíka aðstöðu. Þeir framkvæma -og hugsa síðan.
Alexander gæti tekið 100 slík skot á morgun og skorað úr þeim öllum.
Boltinn var 5 cm. frá því að fara rétta leið - helv. stöngin.
Snorri Steinn Guðjónsson var heitur í gærkvöld og eflaust hefur hann ekki munað eftir mörgu úr leiknum.
Hann var í þannig hugarástandi að aðrir leikmenn hljóta að hafa verið í "hægri endurspilun" allt í kringum hann. Allt gekk nánast upp í fullkomnum leik. Það var snilld að sjá til drengsins.
Vítið sem Snorri tók á móti Kasper Hvíta undir lok venjulegs leiktíma var svo kalt að það hefði dugað til þess að frysta skautasvellið í Egilshöll. Þvílík snilld.
Snorri getur borið höfuðið hátt - líkt og allt íslenska liðið. Vörnin hefur oft verið betri en við vorum inn í leiknum.
Þetta var "stöngin út".
Ég ætla að gerast svo djarfur að spá fyrir um úrslit mótsins það sem eftir er.
Gull - Þýskaland.
Silfur Danmörk
Brons Frakkland.
4. Pólland.
5. Ísland.
6. Króatía.
7. Spánn.
8. Rússland.
![]() |
Alfreð: Stoltur af íslenska liðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 30.1.2007
Mogginn malaði Stöð 2 og Fréttablaðið
Samkvæmt mínum heimildum sigruðu félagar mínir á Morgunblaðinu í gríðarlega spennandi keilukeppni í Dortmund á dögunum. Mótið var haldið samhliða heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Keppnisliðin í keilunni voru þrjú.
Morgunblaðið , Fréttablaðið og Stöð 2.
Það voru 2 leikmenn í hverjum liði.
Skemmst frá því að segja að Morgunblaðið hafði betur - þrátt fyrir að landsliðsmaður í keilu væri á meðal liðsmanna Stöðvar 2.
Sumir eru góðir í keilu - aðrir ekki.
![]() |
HM: Miðar á uppsprengdu verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.1.2007 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26.1.2007
Áströlsk handboltageimsjávarlíffræði
HM í handbolta er skemmtilegt fyrirbæri - þar fá þjóðir að leika sem annars eru ekki að láta mikið að sér kveða.
Árið 2003 var undirritaður í vinnunni á HM í Portúgal og þar sá ég atvik sem ég held að eigi aldrei aftur eftir að gerast á stórmóti.
Grænland og Ástralía áttust við í riðlakeppninni i Viseu.
Í síðasta leik mótsins að ég held og hvorugt liðið hafði unnið leik á HM. Grænland var yfir þegar skammt var eftir, en Ástralir tóku á því vörninni, tveir reknir útaf í 2 mínútur og útlitið dökkt hjá þeim "down under". Fjórir gegn sex.
Ástralir voru búnir að taka tvo helstu leikmenn Grænlands úr umferð megnið af síðari hálfleik.
Þeir héldu því bara áfram þrátt fyrir að vera tveimur færri.
Grænlendingar skoruðu ekki mark, 4 gegn 2, og Ástralir sigruðu.
Þetta kennir manni að íþróttir eru óútreiknanlegar.
![]() |
HM: Alfreð ósáttur við Bogdan Wenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.1.2007 kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20.1.2007
Estrógenið ruglar Árna Þór VG í ríminu
Árni Þór stjórnmálamaður er ekki að fara með rétt mál er hann rýnir í fréttir mbl.is af framboði Höllu Gunnarsdóttur til formanns KSÍ. Í fréttunum sem ég átti þátt í að koma á mbl.is og í Morgunblaðið er aðeins sagt frá því að Halla heitir Halla og hún ætli að taka slaginn - Ég held að Árni sé að rugla mbl.is saman við frétt á RÚV.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12.1.2007
Klístur eða geimsjávarlíffræði
Synti í djúpu lauginni í dag - fyrsta myndskeiðið á mbl.is er staðreynd.
Drukknaði ekki en vissulega er þetta allt annað dæmi en að skrifa fréttir eða taka viðtöl á diktafón.
Gillett hefði kannski átt að hnippa í öxlina á mér. En ég veit ekki hvort það hefði skipt máli.
Frumraun sem á eflaust eftir að draga dilk á eftir sér.
Annars var þetta ekkert sérstakt (HBS England haustið 2005)
![]() |
Alfreð hefur áhyggjur af meiðslum leikmanna fyrir HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 31.1.2007 kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17.12.2006
Sme fær spark í afturendann
Sme sem kann ekki á enter takkann - greinaskilamaðurinn fær spark í afturendann frá Atla Fannari Bjarkasyni á bloggsíðu Atla sem starfar á Blaðinu. Atli með einfalda lýsingu á Sme sem ég get ekki dæmt um sjálfur. Þekki þá ekki neitt.
Það er greinilega mun meira stuð í prentsmiðjuhúsi Morgunblaðsins en hjá okkur sem njótum útsýnisins yfir Rauðavatn á ritstjórn Morgunblaðsins.
Annars var þetta ekkert sérstakt (Halldór Bragi Sigurðsson, Englandi haustið 2005)
![]() |
Bannað að hrækja í Kerala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16.12.2006
Kötturinn í sekknum í "beinni " útsendingu
Kollegar mínir á íþróttadeild 365, Sýn, hafa ekki sparað stóru orðin hvað varðar árangur Birgis Leifs Hafþórssonar atvinnukylfings á Evrópumótaröðinni í golfi í S-Afríku.
Hans Steinar Bjarnason sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að árangur Birgis væri sá besti hjá íslenskum kylfingi frá upphafi?????????
Birgir lék fyrst á Evrópumótaröðinni árið 1998 og hefur tekið þátt á 10 mótum á Evrópumótaröðinni frá þeim tíma. Besti árangur hans er 32. sætið árið 2001 á móti sem fram fór á Madeira.
Birgir er að leika vel gegn mörgum af bestu kylfingum heims og Sýn sýnir "beint" frá mótinu. Ég geri hinsvegar alvarlegar athugasemdir við hvernig uppsetningin á auglýsingum frá mótinu hafa verið. Þar er leitt að því líkum að Birgir verði mikið í sviðsljósinu í beinu útsendingunum. Í dag hefst útsendingin um kl. 10:30 og þá verður Birgir Leifur búinn með þriðja hringinn á mótinu.
Á morgun verður líklega það sama uppi á teningnum. Á fyrsta keppnisdegi sást nafnið hans ekki einu sinni á skortöflu mótsins sem birt var á skjánum.
Í gær sást Birgir í ca 2. sekúndur á einni flöt vallarins. Snéri baki í myndavélina. Birgir hefur því ekki verið í "beinni" á Sýn. Langt frá því. Er verið að selja köttinn í sekknum - og selja golfáhugafólki áskrift að Sýn þar sem að Birgir Leifur á að vera í aðalhlutverki. Þetta eru ekki góðir viðskiptahættir.
![]() |
Birgir fékk fugl á 11. braut og er 2 undir samtals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12.12.2006
Geimsjávar-hvala-líffræði
Sme heldur úti ágætu bloggi - en hann er helst til latur að ýta á enter takkann, hann kemur ekkert of oft upp til þess að anda hann Sme þegar hann er í ham.
hvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalurhvalur
eða hvalur sem kemur upp og andar
Annars var þetta ekkert sérstakt (HBS Englandi haustið 2005)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)