Færsluflokkur: Bloggar

KR-ingar koma út úr skápnum....

Þessi frétt á visi.is í dag er..tja.. undarleg...og jafnframt stórskemmtileg..

KR-ingar opna samningaboxið og launagreiðslur leikmanna  - allt upp á borðinu og allir sáttir?  - ég er samt efins....Samingar leikmanna hafa í gegnum tíðina ekki verið til sýnis en ég fagna því ef þessi gögn eru aðgengileg öllum fjölmiðlum og þeim sem áhuga hafa á slíku..


Vísir, 14. nóv. 2007 19:25

Jónas Guðni dýr en ekki rándýr

mynd
Jónas Guðni Sævarsson er öllu ódýrari en Vísir greindi frá í dag.

Vísir sagði frá því fyrr í dag að knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson hefði kostað KR 6 milljónir króna og að hann fái 600.000 krónur á mánuði í laun frá félaginu.

Eftir að fréttin fór í loftið höfðu KR-ingar samband við Vísi og sögðu fjárhæðina ekki svo háa. Vísir fékk að líta á gögn frá KR-sport sem sýndu fram á að félagsskiptagjaldið er lægra en upphaflega hafði verið greint frá. Launagreiðslur til leikmannsins eru einnig töluvert lægri en Vísir greindi frá fyrr í dag. Þetta er hér með leiðrétt.

 


Hjúkk

Ég er gríðarlega ánægður með þann áhuga sem íslenskir fjölmiðlar sýna dönsku þingkosningunum.

Ég er einn af fjölmörgum sem hafa misst svefn af spennu vegna Ny Alliance, Khader og Anders Fogh.

Bein útsending frá Köben og allt á Stöð 2 og íslenskur stjórnmálaskýrandi að skýra út gang mála. Bara alveg eins og það á að vera.

Að öllu gamni slepptu.CARI.Rasmussen

Er almennur áhugi Íslendinga svona gríðarlega mikill á þessum kosningum?  Ég stórefast um það. 

Eða eru íslenskir fjölmiðlar svona ánægðir með að fá eitthvað "mál" til þess að fjalla um að þeir missa sjónar á því að "less is more". 

Ég er viss um að ættingjar mínir á Lundgaard á Jótlandi hafi ekki fylgst jafn mikið með þessum kosningum og íslenskir fjölmiðlar. -

Ef ég heyrir Anders Fogh einu sinni enn í dag þá.....................................


mbl.is Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt kosningaspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælistónleikar SSSól

blaropaltakk

Stundum eru góðar hugmyndir alveg hrikalega slakar. Svo slakar að blár Opal gæti ekki reddað málunum.

Ég er alveg viss um að þeir félagar í hljómsveitinn SSSól, Síðan Skein Sól, sjái alvarlega eftir því flippi að bjóða Silvíu Nótt að djamma með þeim á 20 ára afmælistónleikum þeirra í Borgarleikhúsinu.

Ég sá ekki tónleikana en ég var að horfa á DVD upptöku frá tónleikunum um helgina - margt alveg helvíti gott..og ég held að útgáfan á Halló ég elska þig þar sem að Jakob Magnússon fer á kostum á bassanum sé það besta á þessum diski. Enda er Kobbi fæddur á Akranesi! 

En SNÓTT kemur fram í einu lagi.. Nostalgíu..og ég varð alveg brjálaður að sjá hana fokka þessu upp......hún getur ekki sungið fyrir fimm aura Blush og hún átti ekkert erindi í 20 ára sögu hljómsveitarinnar.

Það er móðgun við snillinga á borð við Pétur Grétarsson, Kjartan Valdemarsson, Guðmund Pétursson, KK, Björn Jörundd og Matthías Stefánsson að bjóða upp á SNÓTT á svona giggi.

Annars bara góður enda afmælisfærsla hér á ferðinni, nr. 400.

Verð að hætta, fundur hjá Framsóknarflokknum á eftir,.. buhahhaa


Eins og íslenska veðrið

Tottenham er eins og íslenska veðrið. Við sem höldum með Tottenham vitum aldrei hverju er von á. Stundum er ég á því að lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham. Spurning um að fá að spila gegn Wigan allar helgar það sem eftir er.

Ég hef lært nokkur blótsyrði á búlgörsku að undanförnu til þess að geta sagt Dimitar Berbatov til syndanna. Hann hefur á undanförnum vikum verið "andlegt mein" í herbúðum liðsins. ástríkur

Í dag sýndi hann hvers vegna hann er einn skemmtilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Ég gleymdi öllum búlgörsku blótsyrðunum.

Hann var með snilldartilþrif í kippum og hápunktur leiksins var á 44. mínútu í fyrri hálfleik  - þá brosti Berbatov.

Ég vona að það atviki hafi verið myndað í bak og fyrir. Slíkt gerist ekki oft.

Annars minnir Berbatov mig alltaf á teiknimyndapersónur úr sögunum af Ástrík þar sem hann var að keppa á Ólympíuleikunum.

Þar voru keppendur frá Grikklandi eða Egyptalandi að mig minnir og mér finnst Berbatov líkast þeim fígúrum. Hann er einnig glettilega líkur Andy Garcia leikara. 68854


mbl.is Ronaldo með tvö mörk og United á toppinn - Tottenham vann stórsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skagamenn rokkuðu yfir Dalvíkinga

Ég held ég viti hver skrifar þessa pistla á ia.is   - þeir eru stórskemmtilegir..

Það er sérstaklega skemmtulegt  hvernig höfundur kemur að þeirri staðreynd að leikmenn Dalvíkur hafi einfaldega verið feitir og í lélegu formi. Við erum að tala um pistil úr 2. deild í körfubolta.. meira af þessu John Doe...Fat-Guy-in-Chair

Skagamenn rokkuðu yfir Dalvíkinga 

Skagamenn hófu leikinn í dag með miklum látum og ljóst að rokkuð upphitunartónlist frá Sigurjóni hafði komið leikmönnum í gírinn.  Stuðið á Skagamönnum og stærð íþróttahússins á Jaðarsbökkum kom þéttvöxnu liði Dalvíkur nokkuð í opna skjöldu og stóðu norðanmenn nánast á öndinni allan fyrri hálfleikinn,  þeir náðu t.a.m. aðeins að skora 5 stig í öðrum leikhluta.  Staðan í hálfleik var 60 – 23 heimamönnum í vil og þeir hvergi nærri hættir. Flugeldasýning Skagamanna hélt áfram í síðari hálfleik og setti liðið niður alls 15 þriggja stiga körfur í leiknum og urðu lokatölur 111 – 52.  Næsti leikur Skagamanna er á Dalvík um næstu helgi og ljóst að heimamenn munu mæta miklu grimmari til leiks og leika þéttan varnarleik í litla íþróttahúsinu á Dalvík.


Pissukeppni á milli mbl.is og visir.is

Pissukeppni dagsins.pissing_elephant

Mbl.is telur að Hamar hafi sigrað en visir.is er á öðru máli.

KKÍ er einnig með skoðun á þessu 45:42 -stórmáli.

Karfan.is, er einnig með frétt af málinu. 

Hei, hei, hei eða hó, h, hó, what ever.

Það verður að fá úr þessu skorið strax.


Það vantar barstóla í Borgarfjörð

Ég er að taka til í bílskúrnum og í því samhengi auglýsti ég nokkra hluti sem fást gefins. Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Ég hef mest þurft að tjá mig á ensku við þá sem hafa hringt en í gær fékk ég skemmtilegt símtal úr Borgarfirðinum.

Borgfirðingurinn: "Sæll - ert þú að auglýsa þrjá stóla gefins?"  -34

"Já það er rétt," -

Borgfirðingurinn: "Ertu búinn að gefa þá?" -

"Nei"

Borgfirðingurinn: "Gott ég er að spá í að taka þá með mér á morgun. Ég er á leið til Reykjavíkur" -

"Ok"

Borgfirðingurinn: "Heyrðu. Er hægt að stilla þessa stóla eitthvað, hækka þá og lækka?"

"Hmmmm, nei það held ég ekki. Þetta eru bara venjulegir baststólar frá IKEA"

Borgfirðingurinn: "Ég fer nú ekki að gera mér ferð á Akranes til þess að sækja baststóla úr IEKA? Þetta eru sem sagt ekki barstólar?" - stólarnir eru enn úti í skúr ef einhver hefur áhuga.

 

 


Talið niður....

Vegna fjölda áskorana.

Þá verður talið niður til jóla á þessu bulli.


Öll dýrin í skóginum eru vinir

Skessuhornið er með fínan fréttavef sem ég skoða daglega.

Í dag er þar að finna frétt um að hjónin Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir hafi fengið menningarverðlaun Akraness í ár.hb

Þau hafa fengið yfir 4.000 heimsóknir í Haraldarhús frá opnun þess en í því safni er stiklað á stóru í glæsilegri sögu Haraldar Böðvarssonar & Co.

Verð að koma því að ég var starfsmaður HB & Co í fjóra mánuði veturinn 1986 að mig minnir. 

Á myndinni er það Magnús Þór Hafsteinsson formaður menningar- og safnanefndar sem afhendir þeim hjónum viðurkenningu fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Þetta móment fannst mér skondið. Öll dýrin í skóginum vinir.  Magnús hefur ekki legið á skoðunum sínum þegar kemur að síðustu árum í sögu HB & Co.

Magnús hefur m.a. sagt: "HB fjölskyldan" og sú kynslóð sem þar ræður för, hafi brugðist trausti bæjarbúa þegar Haraldur Böðvarsson hf. rann inn í Brim." - 

og eflaust er hægt að finna fleira sem Magnús hefur gagnrýnt HB og Co fyrir á síðustu árum. Nenni ekki að leita að því á vefnum.  - en gott fréttamóment á Skessuhornsvefnum.  


Ritdeila um Laddasjóvið

Henry ofurbloggari, framsóknarmaður og stórkylfingur, stendur í mikilli ritdeilu eftir innslag hans um Laddasjóvið í Borgarleikhúsinu.laddi

Henry tekur það skýrt fram að hann sé ekki einn af þeim sem standa í því að kaupa sér miða á annars ágæta sýningu Ladda. Örlögin gripu í taumana og Henry endaði bara alveg óvart á Laddasjóvinu...

Ég fór með fjölskyldunni á þetta sjóv s.l. vor og það var bara helv. gott dæmi. Ég lét konuna mína um það að kaupa miðana - tek þetta fram af gefnu tilefni. Ég tók ekki þátt í því að kaupa miða á Ladda.  

Örugglega alveg hrikalega lummó að standa í því að kaupa miða á annað eins hallæri og Laddasjóvið. :-)

Henry myndskreytti bloggfærsluna með myndum úr Borgarleikhúsinu en núna hafa þær verið fjarlægðar. Eftir að Howser (líklega Hjörtur Howser) benti á að það sé ekki leyfilegt að taka myndir í leikhúsum og birta þær.

Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þetta endar. Kannski að Stefán ofurbloggari á Akureyri og félagi Henrys í Framsóknarflokknum blandi sér í þessa stórkostlegu ritdeilu. 

 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband