Færsluflokkur: Íþróttir

Kóróna framsóknarjakkaföt og sixpensari

Það er allt að gerast. Íslenska landsliðið í handbolta er ekki lengur lélegasta lið í heimi og EM gæti orðið skemmtun.

Flottur leikur í dag.

Ég hef hinsvegar miklar áhyggjur af Framsóknarflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.

Henry Birgir má ekki bregða sér til Niðarósa þá fer allt til fjandans í flokknum hans út af einhverjum Kóróna jakkafötum.

Björn Ingi hótar að hætta og prestsonurinn Guðjón Ólafur frá Saurbæ í Hvalfjarðarsveit er ekkert að skafa utan af því í bréfinu fræga.

Í stuttu máli er innihald bréfsins þetta. "Þegar ég var með þá vorum við langflottastir en eftir að ég hætti þá er þetta allt í tómu tjóni."

Ég held að innsti kjarni Framsóknarflokksins verði að fá Henry heim hið snarasta áður en allt fer úr böndunum.180px-Flat-cap

Reyndar er Henry með sixpensara sem ég gruna að hann hafi fengið árið 2006 fyrir  borgarstjórnarkosningarnar. Þetta er allt hið undarlegasta mál.

 


Líkleg skýring á eineltinu

Alen Muratovic sem ég minntist á í þessari færslu frá EM í Sviss 2006 er leikmaður Svartfjallalands á EM í Noregi.1160860659_0

Það skýrir kannski eineltið hjá Veselin Vujovic sem var þjálfari Serbíu/Svartfjallalands á EM 2006. Það var einhver rígur og hatur þarna í gangi.

Muratovic blómstrar með Svartfellingum í Noregi enda aðeins 19 mánuðir frá því að landið fékk sjálfstæði.

Hann skoraði 9 mörk gegn Dönum í kvöld og er aðalmaðurinn í þessu liði.

Meira af Muratovic síðar. 


Takk fyrir og bless á RÚV

Jæja.  Fyrsti leikurinn á EM var eins og dæmigert Júróvísjónpartý.

Væntingar, spenna, gleði og síðan óendanleg vonbrigði.

Þessi fertugi markvörður lét skjóta í sig rúmlega 20 sinnum.

Hef aldrei skilið hvað það er sem fær menn til þess að velja það að fara í mark í handbolta. Að fá boltann í sig eftir þrumskot af stuttu færi? Það er vont.pt-GarminYao04

Tomas Svensson verður fertugur á þessu ári líkt og síðuhaldari. Hann virðist vera í betra formi en ég.

Kannski að maður taki sig á og endi ferilinn með kombakki hjá 2. deildarliði ÍA.

Búningurinn hans Anthony Sullen hlýtur að vera til eða þá búningurinn á gaurnum sem var í ÍA þegar liðið fór upp í úrvalsdeild 1993. Stewart að mig minnir. Hann var með farangursgeymslu sem tók pláss inn í teig. Rassinn á honum var svo stór að hann hafði áhrif á flóð og fjöru.

Verð að hrósa RÚV fyrir góða eftirfylgni eftir leikinn gegn Svíum í gær. Eða þannig.

"Við þökkum fyrir okkur, verið þið sæl."

Óskiljanlegt að vera ekki með spekinginga í spjalli eftir leikinn eins og gert var fyrir leikinn. Vissulega tafðist upphafið á leiknum um einhverjar mínútur en kóm ón. 

Guðmundur Guðmundsson kom frekar illa út í settinu hjá RÚV fyrir leikinn. Þetta minnti mig á hundleiðinlega spurningaþáttinn, ertu skarpari en skólakrakki. Það vantaði svona upphækkun fyrir Guðmund. 

Guðmundur horfði upp til þeirra Baldvins og Júlíusar þar sem þeir stóðu við borð. Hefði kannski gengið ef Adolf Ingi og Geir hefðu rætt við Guðmund. 

En Júlíus var eins og Yao Ming þarna við hliðina á Guðmundi.


Eldur í hóteli íslenska landsliðsins

Jæja. Lína Langsokkur og Emil í Kattholti rúlluðu okkur upp í Þrándheimi í kvöld á EM.

Ástandið var það slæmt að það kviknaði eldur á hóteli landsliðsins og það var ástand á Brittania hótelinu.

Neðsta hæðin var rýmd og þrír aðilar voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. 

Nóg með það. Kannski bara stormur í vatnsglasi hjá norsku pressunni.euro_2008_haus

Í kvöld var frumsýning á nýju kerfi sem tölvugúrúarnir á mbl.is hafa á undanförnum tveimur dögum verið að vinna að. 

Leikur Íslands gegn Svíum var í beinni lýsingu og var úrvinnslan á lýsingunni með allt öðrum hætti en áður.

Það eru nokkur atriði sem við þurfum að fínpússa fyrir næsta leik en að öðru leiti held ég að þetta hafi tekist vel.

Þetta er komið til að vera og núna verður ráðist í beinar lýsingar á alls kyns íþróttaviðburðum. 

Það væri gaman að fá komment á þetta nýja kerfi og hvað mætti þá laga?

  


Ísland - eða Fjölnir vs. Keflavík

Það hefur kannski ekki farið framhjá landsmönnum að EM í handbolta byrjar í dag.

Ísland - Svíþjóð kl. 19:15.

Eflaust verður ekki kjaftur á ferð á götum Íslands í kvöld - jú kannski á Reykjanesbrautinnni og í Grafarvogi.

Fjölnir  - Keflavík er nefnilega á dagskrá kl. 19:15 í kvöld í Iceland Express deild karla. 

Ég bíð spenntur eftir áhorfendatölum úr Grafarvogi. 


56 kb á HM í Caminha

Fleiri sögur af stórmótum í handbolta.

Í janúar 2003 fór ég á HM í Portúgal. Ísland lék í riðli sem fram fór í Viseu, smábæ inn miðju landi, ekki mjög langt frá Porto. Algjört ævintýri að lenda í Porto, henda sér inn í bílaleigubíl og reyna að finna réttu leiðina í myrkrinu. Það gekk á endanum en ég mæli ekki með því að vera með kort í farþegasætinu og reyna að lesa á það á +100!a51841

Þegar riðlakeppnin hófst var ekki búið að gefa það út hvar Ísland myndi leika í milliriðli, ef þeir kæmust þangað. Snilld og lýsir vinnubrögðum IHF mjög vel. Stuðningsmenn gátu því ekki bókað hótel eða gert ráðstafanir.

Ísland komst áfram í milliriðil þar sem að leikið var gegn Póllandi og Spánverjum í enn minni bæ sem heitir Caminha. Í raun var HM á Íslandi stórmót miðað við þá umgjörð sem var í Caminha. Það var einn stuðningsmaður frá Íslandi sem fylgdi liðinu til Caminha.

Já, hann var einn á ferð.

Skemmtilegast fannst mér að sjá þegar aðstaða fyrir fjölmiðla var sett upp í Caminha. Fjöldi ljósmyndara var á svæðinu og mikil þörf á góðri nettengingu í aðstöðunni. Portúgalarnir voru mjög stoltir af aðstöðunni þegar þeir höfðu lokið við að setja dæmið upp.

Jú, það voru margar borðtölvur sem menn gátu nýtt sér, og allir fengu skrifborð til þess að vinna við. Vandamálið var aðeins eitt. Allar tölvurnar voru tengdar í gegnum sama módemið sem var 56/kb sek. Svona innhringi dæmi sem flestir kannast við.

Á hraða snigilsins.

Það var gríðarlega gaman að sjá ljósmyndarana reyna að senda myndir á sama tíma í gegnum sömu tenginguna. Flestir brugðu á það ráð að senda myndirnar í gegnum GSM-síma og það tók ekki mikið lengri tíma....

Aðstaða fyrir fjölmiðla inn í íþróttasalnum var einnig mjög frumstæð. Á leik Íslands og Spánar fengum við ekki borð til þess að sitja við og ég og Guðmundur Hilmarsson sátum á meðal áhorfenda með spjald á lærunum til þess að skrifa eitthvað niður. Við sátum á milli tveggja sveittra Spánverja í netabolum og lyktin var eftir því..

Það er stundum svona Landsmótsstemmning á stórmótum í handbolta.


Þokkaleg snudda

Já, þeir þarna vinir mínir í Tottenham eru ekkert að hætta að skemmta stuðningsmönnum sínum og aðdáendum.

Sá reyndar ekki leikinn gegn Birmingham en ég sá sigurmarkið þeirra. Þokkaleg snudda.

Svona er þetta.

Við vinnum bara UEFA-keppnina í ár.

Enska úrvalsdeildin verður eftir 5-10 ár þokkalega óspennandi með þessu áframhaldi. Fjögur til sex lið með allt fjármagnið og hin liðin reyna að hanga með.

David Stern verður þá kallaður til leiks og bjargar málunum enda verður meirihluti liða í ensku úrvalsdeildinni í eigu Bandaríkjamanna. Ég nennti ekki að lesa allar pælingar HBG á blogginu hans um samanburð hans á finnska og íslenska landsliðinu í fótbolta.

Fljótt á litið þá hef ég það að tilfinningunni að HBG verði brátt kominn í starf hjá KSÍ sem samanburðardreifilíkanssérfræðinguríevrópskrinútímaknattspyrnusemtekur aðeinshálftímaímatogersnögguraðþví....ég vil fá þessi nöfn í næstu samanburðarpistlum HBG. Egil Drillo Olsen, Eddie Murphy, Charles Barkley svo einhverjir séu nefndir..  

 


Forgangsröðun og fréttamat?

Það getur vel verið að ég fylgist of mikið með íþróttafréttum. Og sjái því hlutina í öðru ljósi en þeir sem detta inn og út í þessum efnum.new%20ball

Íþróttadeild SÝNAR, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru með mjög kröftuga fréttastofu. Þeir eru með marga fréttatíma sem þeir þurfa að fylla af efni, og oftast gera þeir þetta mjög vel.

Ég hef að undanförnu hlustað og horft á fréttirnar með ákveðna  samsæriskenningu í huga.

Ég hef það á tilfinningunni að þeir ýti þeim fréttum fremst í röðina hjá sér þar sem fjallað er um atburði sem eru búnir að vera á dagskrá í áskriftarsjónvarpi þeirra eða þeir fjalla um atburði sem verða væntanlega á dagskrá í áskriftarsjónvarpi þeirra.

Vissulega eiga þeir til myndir af þessum atburðum og stundum er rík ástæða til þess að draga þessa atburði upp sem HELSTU fréttir. En ég hef það samt á tilfinningunni að margar lókal fréttir úr íslensku íþróttalífi verði útundan í þessari samkeppni.. 

Er ég sá eini sem upplifa þessa þróun í fréttaflutningi 365?  - Ég ætla ekki að reyna að bera RÚV saman við þá í gamla Tónabæ.. ójafn samanburður..

Mér fannst fréttin af B-liði Keflavíkur á RÚV s.l. mánudag alveg frábær..Ég varð glaður að sjá að ég er ekki eini fyrrum körfuboltamaðurinn sem hefur þyngst um +1-20 kg....á síðustu 10 árum eða svo...

 


Bull í Efstaleiti

"Önnur umferð Íslandsmótsins í golfi stendur nú yfir á Korpúlfsstaðarvelli," sagði Benedikt Rafn Rafnsson í síðdegisfréttum RÚV í dag. 

Sjitt.... slæmt að missa af þessu Íslandsmóti..

Kannski er verið að sýna "Með allt á hreinu" þarna í Efstaleitinu......,

Benni hefur eflaust ekki mátt segja, Kaupþingsmótaröðin....

  Dagskrá Kauþingsmótaraðarinn 2007:

  • 19. - 20. maí, Garðavelli
  • 02. - 03. júní, Korpúlfsstaðavelli
  • 23. - 24. júní, Hólmsvelli í Leiru
  • 26. - 29. júlí, Íslandsmót, Hvaleyrarvelli
  • 25. - 26. ágúst, Íslandsmót í holukeppni, Urriðavelli
  • 07. - 09. sept., Vestmannaeyjavelli
  • 22. - 23. sept., Lokamót allra flokka, Grafarholti
Þessi færsla er í boði Kaupþings...

Matarlím sem átti að vera steinbítur

Ef tekið er mið af vaxtarlagi mínu þá telst ég varla matvandur.steinbiturS

Kröfurnar sem ég geri til mötuneytis Morgunblaðsins eru einfaldar. Ég stefni að því að verað saddur.

Í fyrsta sinn í dag þá kláraði ég ekki af disknum eins og mamma mín kenndi mér. (þá var ég 20 kg. með skólatösku). Mamma hvetur mig ekki til þess að klára af disknum í dag. 

Þetta leit vel út, Krydd og Kavíar???:

Pestó og sesam steinbítur með piparsveppasósu ...með brúnum kryddgrjónum. Salat dagsins. Sveppasúpa með madeira. 

En ef eitthvað bragðast eins og gamalt matarlím eða endurvinnsla á pappír sem er skammt á veg komin þá borðaði ég það í dag. Grár og klesstur viðbjóður...

5:2 sigur 4. flokks kvenna hjá ÍA gegn Fylki gladdi augað í kvöld. Frábærar stelpur í báðum liðum sem kunna að spila fótbolta. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband