Færsluflokkur: Sjónvarp

Heitt í kolunum á 365 miðlum?

Það er aðeins farið að hitna í kolunum hjá 365 í Skaftahlíðinni. og þá er ekki ég ekki að tala um hlutabréfin hjá félaginu sem gætu kannski flokkast undir "kauptækifæri" núna. Veit það ekki. Þarf fyrst að selja í DeCode..

Hressandi deilur hjá Henry Birgi á Fréttablaðinu og Valtý Birni sem stýrir þættinum Mín Skoðun.

Henry var reiður í færslu sem birtist í kvöld, en þar var fyrirsögnin "Hvernig er hægt að vera svona vitlaus" en síðar var búið að pússa aðeins fyrirsögnina og færsluna í heild sinni. Fyrirsögnin er víst "Hvernig er hægt að misskilja svona?"

Hressandi hjónabandserjur í gamla Tónabæ.....

koma svo strákar.. öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.


Bara eitt gigg í Serbíu

Ég heyrði íslenska sigurlagið Júróvísjón  í fyrsta sinn í bílnum rétt eftir að keppninni var lokið í Smáralind.

Það var reyndar með íslenskum texta. Og þegar ég hafði hlustað á lagið í fyrsta sinn hugsaði ég hvort fólk í Evrópu myndi gleypa þessa froðu... ég mundi ekki viðlagið og gat ekki rifjað upp eina laglínu eftir fyrstu hlustun....

Í gær bað ég krakkana mína að rifja upp laglínu í sigurlaginu eða viðlagið..

sá yngsti var bara ánægður með annað sætið og söng Hey, hey, hey i say hó, hó, hó, -

miðbarnið söng "Hvar ertu nú?, ert þú að leita að mér, eins og ég leita að þér?" og sú elsta gretti sig bara. "Ég syng ekki, var svarið"

Ég held að undankeppnin í Serbíu verði fyrst og síðasta giggið hjá Íslandi.. nema að gaurinn, þarna úr Hagaskóla, hakki sig inn á tölvukerfið og sjái til þess að Ísland verði best í heimi.. eða Evrópu.. 

Ég sá hinsvegar menn mætast í meintu rifrildi í Kastljósi í gær sem tengdist Júróvisjón.. úff.. who cares? 


Í Tottenhamtreyju í skólann

Lífið virðist ekki vera of stutt til þess að halda með Tottenham....og margt hefur breyst á stuttum tíma. Sonurinn sem er á 10. ári fór í Tottenham treyjunni í skólann.. það hefur ekki gerst áður. tottenham-cswy

Helvíti var þetta skemmtilegt.. einn mesti "lúser" atvinnumennskunnar, Jonathan Woodgate, skorar sigurmarkið gegn Dollarliðinu hans Roman Abramovich...Íhaaaa

Kannski að Woodgate verði bestu kaup sögunnar??? hver veit.. 


Kalkúnn frá Írlandi??

Írar hafa í gegnum tíðina átt góða spretti í Júróvísjón.. Johnny Logan?? þrefaldur meistari..

Írar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í þessari keppni undanfarin ár og líklega verður þessi kalkúnn ekki langlífur í Serbíu.. verður án efa slátrað...

Ég sá ekki lokaþáttinn í gær á Íslandi og gæti ekki fyrir mitt litla líf munað eina laglínu úr sigurlaginu.

þessi keppni er að fara til fjandans.. 


Þorbergur Aðalsteinsson !!!

Ég horfði á endursýningu á þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld. tobbihandbolti

Það er óhætt að segja að Þorbergur Aðalsteinsson hafi stimplað sig vel inn í umræðuna um landsliðið.

Hann verður án efa í aðalhlutverkinu næstu daga og pókerspil Birkis Jóns þingmanns eða nætursaltað blogg Iðnaðarráðherra um sjónvarpsmanninn í borgarstjórn Reykjavíkur mun gleymast fljótt.

Þar opnaði hann bókina og sagði m.a. að Aron Kristjánsson hefði farið fram á 40% hærri laun en Dagur Sigurðsson fór fram á.

Gott og vel.

Er það hlutverk stjórnarmanns í HSÍ að upplýsa um það sem fór á milli í viðræðum við Dag, Geir og Aron? Ég hefði haldið að það sem fram fór á þeim fundum hafi verið trúnaðarmál.

Og ég velti því fyrir mér hvort einhver Íslendingur hafi í raun áhuga á starfinu eftir þessa uppákomu í þættinum. 

Hvað er í gangi? Vissulega eru menn svekktir og sárir að vera þjálfaralausir eftir fjögur misheppnuð vítaköst...

Þorbergur taldi jafnvel að Einar Þorvarðarson hefði logið að sér um samskipti HSÍ og Ólafs Stefánssonar.

Og hann reifst einnig við Aðalstein Eyjólfsson. Ívar Benediktsson vinnufélagi minn var spakur á miðsvæðinu. Og ég skildi það vel.

Mér fannst þetta ljómandi skemmtilegur þáttur og það er greinilega eldfimt ástand í herbúðum HSÍ. 

 


Hringdi HSÍ í pabba?

Ég heyrði í pabba í dag og hann hafði áhyggjur af því að hafa gleymt farsímanum úti í bíl í sólarhring eða svo. Þegar hann náði í símann (gamall Nokia hlunkur) þá voru 45 missed calls úr þessu númeri. 

Þeir þarna í landsliðsnefndinni hafa sem sagt grafið það upp að sá gamli náði alveg þokkalegum árangri með handknattleikslið ÍA fyrir rúmlega þremur áratugum.ola00990

Það sem hefur vakið áhuga landsliðsnefndar HSÍ á gamla manninum er eflaust sú staðreynd að á rúmlega 30 ára ferli sem íþróttkennari tókst honum að kenna Borgnesingum handbolta.

Það er ekki á allra færi. Ég efast ekki um að Viðar Símonarson og Kjartan Másson hafa mælt með honum. 

Ég skora því á Þórólf Ævar að taka að sér starfið.

Enda er maður ekki hættur að vinna.

Bara hættur að kenna. 

Þórólfur Ævar er til vinstri á myndinni en sá sem er til hægri er Hallur heitinn Gunnlaugsson íþróttakennari. 


Stálið passar börn - bráðfyndið

Ég veit ekki hvort Herdís Storgaard viti af þessu.

Bolvíska Stálið er víst að passa þrjú börn á aldrinum 1/2 árs til fjögurra ára.

Ég vissi ekki að það væru til svona mörg börn sem vakna ekki fyrr en eftir hádegi. 

Stálið benti á þessa snillinga á blogginu sínu. Þetta fannst mér fyndið. 

 


Hann heitir Vilhjálmur!

Ég náði í yngsta barnið á leikskólann í gær - sem er kannski ekki fréttaefni í sjálfu sér.

Ég heyrði í útvarpinu á leiðinni heim að það var einhver hasar í Valhöll...ég vildi ekki missa af slagnum og kveikti á sjónvarpinu þegar heim var komið.

Sá yngsti hafði ekki mikinn áhuga á þessu sjónvarpsefni en hann kom til mín þegar fjölmiðlastéttinn var að að byrja að "grilla" Villa þarna í beinni útsendingu.

"Pabbi, hvað er að gerast í sjónvarpinu?," spurði drengurinn sem er 5 ára, alveg að verða 6.

"Það er fundur og maðurinn er að segja hvað hann ætlar að gera. Veistu hvað maðurinn heitir?," spurði ég og það liðu ekki nema nokkur sekúndubrot áður en svarið kom.

"Hann heitir Vilhjálmur"....

+Ég sagði ekki fleira í bili enda kjaftstopp..

Hvernig má það vera að 5 ára gamalt barn á AKRANESI vsem kann ekki að lesa veit hvað gamli góði Villi heitir?

Ég þarf að ræða þetta aðeins við karl föður minn.

Útvarp Saga og barnapössun á greinilega ekki vel saman.  


Stuttbuxur sem ná niður fyrir hné?

Ég fór á körfuboltaleik í Borgarnesi s.l. sunnudag, Skallagrímur vs. Fjölnir.john_stockton-arton33443-240x290

Fínn leikur og allt það.. en ég fór að velta fyrir mér hvernig þróunin hefur verið í hönnun á körfuboltabúningum undanfarin ár.

Jói Waage er aðalmaðurinn á bak við búninga Skallagríms.

Og ég verð nú bara að spyrja. Er gott að spila í þessum stuttbuxum?small_osuuniforms

Þær eru risastórar og ná niður fyrir hné á ÖLLUM leikmönnum liðsins.

Líka á 2 metra gaurunum.

Eflaust eru skiptar skoðanir um þetta.

Ég er ekki að mæla með Stockton lúkkinu á þetta.. en ég velti því bara fyrir mér hvort þessi sídd sem ræður ferðinni í dag sé þægileg.

Ég hefði allavega gripið hressilega í svona buxur hjá andstæðingunum hérna í "denn".

Af nógu er að taka.  

Bara pæling... 

6768PhilaBillRussellWiltChamberlainRebound


Sagði hann dottað?

Ég var í bílnum í gær  þegar ég heyrði útvarpsmann á Bylgjunni minna á skoðanakönnun á Bylgjan.is.

Hann sagði: "Og stjórnendur þáttarins Reykjavík síðdegis spyrja í dag hvort ökumenn haficar_sex sofnað eða dottað undir stýri. Farðu inn á Bylgjan.is og svaraðu spurningunni"......

Ég var alveg glaðvakandi en mér fannst þetta ansi tvírætt. 

"Sagði hann dottað? eða var þetta t þarna í upphafi orðsins?  hugsaði ég." 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband