Miðvikudagur, 28.11.2007
Forgangsröðun og fréttamat?
Það getur vel verið að ég fylgist of mikið með íþróttafréttum. Og sjái því hlutina í öðru ljósi en þeir sem detta inn og út í þessum efnum.
Íþróttadeild SÝNAR, Stöðvar 2 og Bylgjunnar eru með mjög kröftuga fréttastofu. Þeir eru með marga fréttatíma sem þeir þurfa að fylla af efni, og oftast gera þeir þetta mjög vel.
Ég hef að undanförnu hlustað og horft á fréttirnar með ákveðna samsæriskenningu í huga.
Ég hef það á tilfinningunni að þeir ýti þeim fréttum fremst í röðina hjá sér þar sem fjallað er um atburði sem eru búnir að vera á dagskrá í áskriftarsjónvarpi þeirra eða þeir fjalla um atburði sem verða væntanlega á dagskrá í áskriftarsjónvarpi þeirra.
Vissulega eiga þeir til myndir af þessum atburðum og stundum er rík ástæða til þess að draga þessa atburði upp sem HELSTU fréttir. En ég hef það samt á tilfinningunni að margar lókal fréttir úr íslensku íþróttalífi verði útundan í þessari samkeppni..
Er ég sá eini sem upplifa þessa þróun í fréttaflutningi 365? - Ég ætla ekki að reyna að bera RÚV saman við þá í gamla Tónabæ.. ójafn samanburður..
Mér fannst fréttin af B-liði Keflavíkur á RÚV s.l. mánudag alveg frábær..Ég varð glaður að sjá að ég er ekki eini fyrrum körfuboltamaðurinn sem hefur þyngst um +1-20 kg....á síðustu 10 árum eða svo...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)