Föstudagur, 30.11.2007
Hvað vinna margir á skrifstofu Alþingis?
Þegar maður horfir á störf Alþingis utanfrá þá virðist þetta vera þokkalegt og ágætlega launað innistarf. Oft eru fáir í þingsal og ég hef haft það á tilfinningunni að það séu fáir sem nenna að mæta í vinnuna. Það er nú öðru nær.
Það hefur lítið farið fyrir þessari frétt.
Menn vilja fá meiri aðstoð inni á þingi enda nóg að gera á síldarplaninu.
Ég fór að velta því fyrir mér hve margir vinna á Alþingi og notaði vefinn til þess að fletta því upp.
Ég hafði gert ráð fyrir svona 30-40 manna skrifstofu sem sæi um þetta. Nei ég var ekki einu sinni nálægt því.
Á skrifstofu Alþingis eru 126 starfsmenn.
Já, 126.
Og það liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem fjölga á starfsmönnum Alþingis haustið 2008.
Ekki veitir af þegar rædd eru mál á borð við bleikar eða bláar samfellur..... sem er alveg grafalvarlegt mál..
Á myndinni má sjá sáttaleiðina sem farin verður á Sjúkrahúsi Akraness. Þar verða öll börn klædd í bláar samfellur en lakið í vöggu þeirra verður bleikt. Og málið er dautt.
![]() |
17 þingmenn enn á mælendaskrá um fjárlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)