Laugardagur, 29.12.2007
Ótrúlegt lið
Þetta Tottenham lið er ótrúlegt.
Og síðari hálfleikurinn í dag gegn Reading er með því skemmtilegra sem enska úrvalsdeildin hefur boðið upp á.
Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í deildinni á þessari leiktíð en Tottenham, 41, næstir í röðinni eru Arsenal með 40 mörk.
Við erum fyrir ofan Arsenal í þessari tölfræði og það dugir..
![]() |
West Ham sigraði Manchester United |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 29.12.2007
Hrós dagsins...
Margrét Lára Viðarsdóttir fær hrós dagsins.
Íþróttamaður ársins 2007 og það er óhætt að segja að hún sé stórkostleg fyrirmynd.
Valið á Íþróttamanni ársins er hápunktur ársins í íslensku íþróttalífi og það var gaman að sjá og heyra hvernig Margrét Lára svaraði spurningum í fjölmiðlum eftir kjörið.
Hún er róleg og yfirveguð.
Liðsheildin og samvinna var það sem hún lagði áherslu á og ekki má gleyma hugarfarinu og að mæta á allar æfingar til þess að gera betur en áður.
Það eru skiptar skoðanir um valið á Íþróttamanni ársins -bæði á meðal almennings og einnig í röðum íþróttafréttamanna. Það mun aldrei breytast.
Kosningin er leynileg og ég ætla að halda því útaf fyrir mig hvernig minn listi leit út...........
Þetta er í þriðja sinn sem að Vestmannaeyingur er Íþróttamaður ársins. Ásgeir Sigurvinsson hefur tvívegis verið valinn og núna bætist Margrét Lára við. Skagamenn hafa tvívegis fengið þessa viðurkenningu. Guðjón Guðmundsson árið 1972 og Ragnheiður Runólfsdóttir árið 1991. Þau voru bæði í sundinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)