Lífið er of stutt fyrir Tottenham

Ég held að það sé rétt að lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham.

TottenhamEf ég mætti ráða þá færi Emil Hallfreðsson beint inn í liðið í næsta leik. 

Kræst.

Þessir gaurar eru uppteknari af því að búningurinn verði ekki skítugur en að leggja sig fram.

En þetta er að sjálfsögðu allt erlendu fjárfestunum hjá Sheffield United að kenna.

Er ekki einhver útlendingur sem á ársmiða á leiki hjá Sheffield United?

Ég hitti Sigurð Sigursteinsson í dag og við vorum eiginlega báðir undir það búnir að svona gæti farið. Svei mér þá. Á að reka Martin Jol? 


mbl.is Manchester United og Chelsea unnu sína leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vökva þarf grasrótina

Geir Þorsteinsson fær góða kosningu í dag í formannskjöri KSÍ. Þingfulltrúar félaga landsins ráða þarna ferðinni en það var gott að þrír aðilar gáfu kost á sér.

Halla vissi að sjálfsögðu að hún ætti á brattann að sækja en innkoma hennar hristi upp í kerfinu og vakti athygli á því sem þarf að laga hjá KSÍ.

Ég er ánægður með þá sem voru kjörnir í stjórn KSÍ.

Guðrún Inga Sívertsen, Halldór B. Jónsson, Vignir Þormóðsson og Stefán Geir Þórisson. Halldór er líklega einn mesti vinnuþjarkur sem KSÍ hefur átt. Hann er með puttann á slagæðinni og veit nánast um allt sem er í gangi þar á bæ.

Stefán, lögfræðingur, var á sínum tíma í Stoke-dæminu og mun styrkja starf KSÍ.

Guðrúnu þekki ég ekki neitt og ég hef bara talað við Vigni í gegnum síma.

Guðrún, Vignir og Stefán eru ný í stjórn KSÍ og ég held að ferskir vindar fylgi þeim.aurlahti

Grasrótina í starfi KSÍ þarf að vökva vel á næstu misserum og 280 millj. kr. eigið fé er gullkista sem félögin í landinu eiga að njóta góðs af.

Halla minnti á að jafna þarf hlut kvenna í hreyfingunni og ég held að KSÍ hafi áttað sig á því. Það er alltaf hægt að gera betur.

Aðalmálið fyrir KSÍ er að átta sig á því að félagsliðin og það starf sem unnið er hjá þeim er það sem skiptir mestu máli.
 


mbl.is Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband