Fimmtudagur, 1.3.2007
Kleinur hríðlækka
Ég varð áþreifanlega var við mikla lækkun á kleinum í dag 1. mars.
Fór í Brauða og Kökugerðina á Akranesi og yngsta barnið sem er að verða 5 ára fékk fría kleinu hjá Alla bakara.
Þeir fóru í sjómann, kleinan var lögð undir, og minn maður vann að sjálfsögðu.
Kannski var þetta bara blöff hjá bakaranum.
Tja ég veit ekki.
Gleymdi að taka með mér strimilinn og kanna það á vefsíðunni neytendasamtakahagsmunasamtökumneytendaneytendastofu.is
Er alveg ferlega slakur í svona verðkönnunum og eftirfylgni.
![]() |
Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.3.2007
1. mars 1989 - ógleymanlegur
Ég held að 1. mars þoli varla að fá viðhengið "matarskattarlækkunardagurinn" ofaná "1. bjórdaginn" -.
Þórir Ólafsson fyrrum skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi gerði skemmtileg stjórnsýsluleg mistök þegar hann samdi við stjórn nemendafélagsins um tímasetningu á "opnum dögum" vorið 1989.
Það voru dagarnir 1., 2. og 3. mars.
Mættum lítið á þessa "opnu daga" að mig minnir.
Mjöðurinn var hinsvegar aðalviðfangsefni flestra.
Miðvikudag, fimmtudag, föstudag og síðan kom helgi að mig minnir.
Til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 1.3.2007
Stærðin skiptir máli
Kvennalið Hauka er sannarlega stórglæsilegt á forsíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag. Fimmdálka mynd á forsíðu og allir í stuði.
Að sjálfsögðu eru kollegar okkar á íþróttadeild Fréttablaðsins með umfjöllun og mynd af Haukaliðinu...
Á ágætu ljósmyndanámskeiði sem Einar Falur stóð að í síðustu viku sagði hann að stærðin skipti máli. Það var nánast það eina sem ég man frá námskeiðinu.
Ég held svei mér þá að hann hafi hitt naglann á höfuðið miðað við liðsmyndina sem birtist í Fréttablaðinu í dag...
Eins og þið sjáið á myndinni hér til hliðar er liðsmyndin af Haukaliðinu í eindálknum neðst til hægri á íþróttasíðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)