Föstudagur, 18.5.2007
Hver er maðurinn í vítamínbætta hveitinu?
Og nú bíða menn eftir því að sá aðili komi út úr "skápnum"..
Stuðingsmaður Shrewsbury Town??
Sá hlýtur að vera Framsóknarmaður.
Ég sá hinsvegar að Gay Meadow, heimavöllur félagsins, tekur 8.000 áhorfendur en til samanburðar er rými fyrir 7.000 áhorfendur á Laugardalsvelli....... Gay Meadow??? það er efni í nýjan pistil.
Við höfum sem sagt minni Þjóðarleikvang en Shrewsbury (Pillsbury)vítamínbætta hveitið..
Myndin er frá heimavelli félagsins en hann er stundum á floti þegar áin River Severn flæðir yfir bakka sína. Þann 26. apríl árið 1961 mættu 18,917 áhorfendur á leik liðsins gegn Walsall í 3. deildinni. Til samanburðar er áhorfendametið á Laugardalsvelli rétt rúmlega 20.000 á landsleik Íslands og Ítalíu.
Það má reyndar ekki gleyma því að Shrewsbury hefur aldrei unnið B-keppnina í handbolta.
Ísland, best í heimi.
![]() |
Shrewsbury í úrslitaleik á Wembley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18.5.2007
Brotthvarf XBjé sparar tíma og vinnu
Framsóknarflokkurinn er úti í "kuldanum" í væntanlegri Ríkisstjórn og góður vinur minn sagði að mikill sparnaður yrði í heilbrigðiskerfinu við brotthvarf XBjé úr Stjórnarráðinu.
Vinur minn, sem er Framsóknarmaður, sagði mér í trúnaði að nú þyrfti ekki að kalla til sérfræðinga til þess að taka klíníska afstöðu til þess hvar andlitið á Framsóknflokknum byrjaði og hvar afturendinn á hinum stjórnarflokknum endaði.
Þetta hefur vafist fyrir helstu sérfræðingum landsins fram til þessa.
Núna þarf aðeins einn sérfræðingur að afla sér upplýsinga um slík mál á næstu misserum. Í þeim heimsóknum getur sá hinn sami farið með barnabörnin í leiðinni og gefið öndunum brauð við Reykjavíkurtjörn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)