Sunnudagur, 3.6.2007
Grillaður máfur.......
Mikil umræða hefur átt sér stað um sílamáfinn við Reykjavíkurtjörnina og nú er byrjað að fækka þeim með skipulögðum hætti.
Ég tók þátt í því að fækka máfinum sem starfsmaður Tónabæjar sumarið 1990. Fór sem oftar með krakka á leikjanámsskeiði niður að Tjörn með gamalt brauð frá einhverjum bakara. Gargandi vargfugl át allt brauðið og ég grýtti grjóti inn í þvöguna og hitti einn.... málið er fyrnt og því játa ég brotið.
Í heimabæ mínum, Akranesi, sást varla til sólar fyrir máfi þegar sanddæluskipið dúndraði skeljasandi inn á geymslusvæði Sementsverkssmiðjunnar. Mörg þúsund fuglar tylltu sér niður á þak efnisgeymslu verkssmiðjunnar og biðu eftir því að sandsílunum yrði dælt upp í sandþrónna. Einn hugmyndaríkur maður fékk þá hugmynd að best væri að fækka máfinum með því að hleypa straum í bygginguna og "grilla" máfaskarann á meðan hann beið. Einföld aðgerð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3.6.2007
Bull í Efstaleiti
"Önnur umferð Íslandsmótsins í golfi stendur nú yfir á Korpúlfsstaðarvelli," sagði Benedikt Rafn Rafnsson í síðdegisfréttum RÚV í dag.
Sjitt.... slæmt að missa af þessu Íslandsmóti..
Kannski er verið að sýna "Með allt á hreinu" þarna í Efstaleitinu......,
Benni hefur eflaust ekki mátt segja, Kaupþingsmótaröðin....
Dagskrá Kauþingsmótaraðarinn 2007:
- 19. - 20. maí, Garðavelli
- 02. - 03. júní, Korpúlfsstaðavelli
- 23. - 24. júní, Hólmsvelli í Leiru
- 26. - 29. júlí, Íslandsmót, Hvaleyrarvelli
- 25. - 26. ágúst, Íslandsmót í holukeppni, Urriðavelli
- 07. - 09. sept., Vestmannaeyjavelli
- 22. - 23. sept., Lokamót allra flokka, Grafarholti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3.6.2007
Webber tekur tíma
Gott mál að fá LeBron James og félaga í úrslit. Ég velti því fyrir mér hvað Chris Webber er að hugsa í dag. Það á ekki að liggja fyrir honum að vinna meistaratitil..
Time Outið sem hann bað um í úrslitaleik NCAA með með Michigan háskólanum gleymist aldrei og núna var kallinn búinn að fá sig lausan frá 76'ers til þess að eiga möguleika á meistaratitli með Pistons. Hann fer kannski bara í Dallas eða Spurs..
![]() |
Cleveland í úrslitaviðureign NBA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)