Grillaður máfur.......

Mikil umræða hefur átt sér stað um sílamáfinn við Reykjavíkurtjörnina og nú er byrjað að fækka þeim með skipulögðum hætti.getimage

Ég tók þátt í því að fækka máfinum sem starfsmaður Tónabæjar sumarið 1990. Fór sem oftar með krakka á leikjanámsskeiði niður að Tjörn með gamalt brauð frá einhverjum bakara. Gargandi vargfugl át allt brauðið og ég grýtti grjóti inn í þvöguna og hitti einn.... málið er fyrnt og því játa ég brotið.

Í heimabæ mínum, Akranesi, sást varla til sólar fyrir máfi þegar sanddæluskipið dúndraði skeljasandi inn á geymslusvæði Sementsverkssmiðjunnar. Mörg þúsund fuglar tylltu sér niður á þak efnisgeymslu verkssmiðjunnar og biðu eftir því að sandsílunum yrði dælt upp í sandþrónna. Einn hugmyndaríkur maður fékk þá hugmynd að best væri að fækka máfinum með því að hleypa straum í bygginguna og "grilla" máfaskarann á meðan hann beið. Einföld aðgerð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband