Jess, jess, jess... þessi var í beinni á SÝN

Ég skil vel að forráðamenn 365 séu ánægðir með að enski boltinn sé kominn heim..og þeir eru vissulega að sinna þessu eins vel og þeir geta - 4:4:2 þátturinn á laugardögum er t.d. mjög gott framtak..

ég velti því hinsvegar fyrir mér hvernig fréttamatið á fréttastofu 365 sé miðað við þá breytingu sem hefur orðið á fréttaflutningi af enska boltanum á einu ári. Í fyrra var greint frá úrslitum úr enska boltanum á 10 sekúndum...en þeim mun meiri tíma eytt í þær deildir sem eru í boði fyrir áskrifendur 365. Er fjallað meira um þá viðburði sem eru sýndir í beinni á 365 og nánast ekkert um hina viðburðina?

ég er líka mjög undrandi að í hvert sinn sem sagt er frá einhverjum viðburði þá er tekið fram að þessi eða hinn leikur hafi verið í "beinni" á Sýn eða SÝN2. Var ekki byrjað að sýna beint frá fótboltaleikjum hér á Íslandi 1986, 1982 úrslitaleikur HM í svarthvítu..?   -eru til menn og konur sem segja JESS þegar þessi frasi kemur. "þessi leikur var í beinni á SÝN.."

Fréttamenn SKY taka það ekki fram að Man. Utd.  - Liverpool hafi verið í beinni á SKY..er þetta séríslenskt eða hvað?..


Golf er snilld..

Þar sem að Arsenal var að spila í enska boltanum var að sjálfsögðu ekkert horft á boltann í dag.

Stóra feðgamótið var því sett á laggirnar á Hamarsvelli í Borgarnesi, 9:20 var fyrsta höggið slegið og þrátt fyrir að vera með 9 ára gutta með í förn og einn sem fær frítt í strætó vegna aldurs þá kláruðum við dæmið á 3 1/2 tímum. 

Golf er snilld, þar sem að 9 ára pjakkar geta leikið með afa og pabba - og haft gaman af því. Fyrri 9 holurnar voru góðar hjá öllum en það var aðeins erfiðara á síðari 9 enda fleiri "nýjar" holur og flatirnar eins og hrökkbrauð.

Hamarsvöllur á eftir að verða flottur...og það var gríðarleg traffík á vellinum í dag.

Axel Fannar átti lengsta drævið í hollinu á 12. braut, rúmlega 150 metra högg hjá stráknum.

 
Högg dagsins átti Þórólfur Ævar á "hótelholunni" þeirri 17. Ég sá að hótelstjórinn opnaði dafi og axel i golfiyrnar þegar hann sá karlinn á teig -enda á hann fína beyglu í bárujárninu á hótelinu eftir "draghögg" aldarinnar. Hótel hamar sándar vel þegar dúndrað er í bárujárnið.

Í dag "feidaði" kallinn boltann alveg upp við stöng af 175 metra færi - ísí 3-tré. Fuglinn lét á sér standa...of stuttur.. kannast við það.

Á morgun tekur alvaran við.. þá er Gevalia stórmótið á dagskrá á Hamarsvelli.... bíð spenntur eftir að sjá drævin hjá Árna "litla" bróður mínum. Þau eru víst rosaleg......  


Bloggfærslur 25. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband