Mánudagur, 17.9.2007
Ísköld lokasetning
Síðasta setningin í þessari frétt er snilld. - Ískaldur húmor.
Að öðru:
Íslenskuverkefni í 8. bekk var til umræðu við matarborðið um daginn á mínu heimili. Orðið skrudda, hvað þýðir það?
5 ára drengur svarar: "Ég veit það. Það er gömul kelling." -
Laukrétt.
![]() |
Salernið varð að vinsælum ferðamannastað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17.9.2007
Góð tilfinning að sigra -
Það er nú bara þannig að menn blogga ekki í marga daga þegar Tottenham tapar fyrir Arsenal enn og aftur
Sigurtilfinningin var þó til staðar á sunnudaginn.
Fasteignasalarnir fengu spark í rassinn á Garðavelli - og þeim þótt það bara gott. Gameplanið hjá okkur Alexander Högna klikkaði örlítið, við ætluðum að klára málið á 13. braut.
En við létum þá kveljast fram yfir 14.
Það er snilld að vinna bara eina holu á 14 holum í holukeppni.
Teddi veðurfræðingur fær prik fyrir að benda okkur á að sunnudagurinn yrði hlýr og notarlegur.
Það var svo kalt að þegar Bogi setti boltann í vatnið á 10. braut þá fleytti hann kerlingar á klakanum.. skemmtilegur árstími. Myndirnar tala sínu máli. Tveggja stiga hiti kl. 8:30 á sunnudagsmorgni. Hver segir að golf sé ástríða?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)