Góð tilfinning að sigra -

Það er nú bara þannig að menn blogga ekki í marga daga þegar Tottenham tapar fyrir Arsenal enn og aftur

Sigurtilfinningin var þó til staðar á sunnudaginn.

Fasteignasalarnir fengu spark í rassinn á Garðavelli - og þeim þótt það bara gott. Gameplanið hjá okkur Alexander Högna klikkaði örlítið, við ætluðum að klára málið á 13. braut.

En við létum þá kveljast fram yfir 14.

Það er snilld að vinna bara eina holu á 14 holum í holukeppni.

Teddi veðurfræðingur fær prik fyrir að benda okkur á að sunnudagurinn yrði hlýr og notarlegur.

Það var svo kalt að þegar Bogi setti boltann í vatnið á 10. braut þá fleytti hann kerlingar á klakanum.. skemmtilegur árstími. Myndirnar tala sínu máli. Tveggja stiga hiti kl. 8:30 á sunnudagsmorgni. Hver segir að golf sé ástríða?

BOGI
 HAKON


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar haminhjuóskir.  Þið eruð vel að sigrinum komnir og  útnefnist að þessu sinni "eftirlætissynir vesturlands 2007"  Þið eruð betri spilarar og þessar aðstæður til skauta- og gönguskíðaiðkunar virtust henta ykkur mjög vel.  Ég vill þakka fyrir leiktímabilið 2007 og játa mig sigraðan.   En leiktímabilið 2008 veður algjör eign okkar Skonsa!

Bogi Molby Pétursson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:50

2 identicon

 hef heyrt að Bogi sé búinn að reka Steina Hallgríms og ráða Inga Rúnar og Skonsi sé að ganga frá ráðningu á Úlfari Jóns til að bæta árángur sinn. Þeir gera sér víst vonir um að hanga í okkur fram á 15. á næsta ári.

 Hef heyrt að skonsni sé búin að panta tíma hjá Úlfari Jóns og Bogi er búinn að reka Steina Hallgríms og ráða Sigga Hafsteins og þeir ætla að æfa í allan vetur til að hanga í okkur fram á 15. á næsta ári.

Alexander Högnason (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 12:07

3 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Mér líður eins og á Merkurtúninu í gamla daga þegar maður fékk að vera í liði með Óla Þórðar....bókaður sigur..Það var allt reynt, Bogi með nýjar græjur og hele.. byrjaði að afsaka sig á drykkju helgarinnar - eins og hann sé sá einu af okkur fjórum sem drekkur illa. Íþróttasálfræðin í Norges Idrettshögskole kom sterk inn  -leyfa þeim að vinna 1. holuna og síðan ekki sögunni meir... Ég legg til að rástímar fyrir næsta ár verði pantaðir nú þegar - erlendis...

Sigurður Elvar Þórólfsson, 18.9.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband