Laugardagur, 22.9.2007
Simmi og Jói og Milton Bell
Möllerinn fær prik fyrir þetta, "Mulligan" kallast það í golfinu, að fá að endurtaka högg á fyrsta teig sem misheppnast... -
Ég velti því fyrir mér hvort útvarpsmennirnir Simmi og Jói fái "Mulligan" á það sem þeir sögðu í dag í þætti sínum.
"Ætli skákmennirnir í Namibíu noti bara svart þegar þeir tefla?" - Sagði Jói þegar hann vitnaði í þessa frétt á mbl.is. Uss, uss, uss, uss, uss.. ég veit að Milton Bell fyrrum félagi minn úr úrvalsdeildarliði ÍA veturinn 1995-1996 hefði ekki sætt sig við slíkan "djók".
Í Valsmótinu haustið 1995 tók hann einn leikmann kverkataki og reyndi að drepa hann eftir að orð um litarhátt og mömmu hans heyrðust frá viðkomandi í hita leiksins.
Bellarinn er ekki á myndinni hér til hliðar en samt sem áður er þetta Milton Bell..
![]() |
Kristján biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 22.9.2007
Fjármálageimsjávarverkfræði 203
"Pabbi, hvað kostaði sófinn sem við vorum að kaupa."
Ég: "Hann kostaði 150.000 kr."
"Borgaðir þú hann með kortinu þínu?"
Ég: "Já".
"Hjúkk, þá eigum við alla peningana okkar eftir."
Þetta peningastúss þarf ekki að vera flókið...........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)