Fimmtudagur, 24.1.2008
Handbolti í fótboltabænum
Íslenska landsliðið náði markmiðum sínum - þrátt fyrir 11. sætið.
Það munaði hinsvegar litlu að Norðmenn stælu af okkur þessu sæti í forkeppninni.
Hinsvegar varð ég vitni að atviki hérna á Akranesi sem hefur ekki sést lengi.
Fimm ára púki kom vælandi fram af "boltaganginum" vegna þess að hann fékk bolta í andlitið.
Það var handboltaleikur í gangi á Akranesi.
Fréttaefni.
Handbolti er ekki víst ekki á dagskrá hjá íþróttafélögum á Vesturlandi.
Síðasta stoppistöð handboltans áður en haldið er norður í land frá Höfuðborginni er Mosfellsbær. Ég veit ekki hvort handbolti er stundaður á Blönduósi en ef svo er ekki þá er Akureyri næsta bæjarfélag þar sem handbolti er stundaður.
Snæfellsnes og Vestfirðir eru ekki með neitt "klístur" í gangi og á Egilsstöðum hafa menn reynt að blása lífi í Hött af og til.
Þegar farið er suður með landinu frá Austfjörðum í vesturátt, er handbolti stundaður í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Á öðrum stöðum ekki. Á Suðurnesjum er karfan allsráðandi.
Handboltinn hefur ekki náð að festa sig í sessi í mörgum bæjarfélögum og með tilkomu knattspyrnuhúsa víðsvegar um land held ég að það verði jafnvel enn erfiðara að keppa við knattspyrnuna.
![]() |
Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna og Króatía áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 24.1.2008
Gott komment

Kristján minnti á það að Ólafur væri sá eini af 15 borgarfulltrúum Reykjavíkur sem væri með læknisvottorð um að hann væri heill heilsu.
Nokkuð gott komment.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)