Handbolti í fótboltabænum

Íslenska landsliðið náði markmiðum sínum - þrátt fyrir 11. sætið. 

Það munaði  hinsvegar  litlu að Norðmenn stælu af okkur þessu sæti í forkeppninni.

Hinsvegar varð ég vitni að atviki hérna á Akranesi sem hefur ekki sést lengi.handball-2008-em-norwegen-finale-lillehammer-banner-klein

Fimm ára púki kom vælandi fram af "boltaganginum" vegna þess að hann fékk bolta í andlitið.

Það var handboltaleikur í gangi á Akranesi.

Fréttaefni.

Handbolti er ekki víst ekki á dagskrá hjá íþróttafélögum á Vesturlandi.

Síðasta stoppistöð handboltans áður en haldið er norður í land frá Höfuðborginni er Mosfellsbær. Ég veit ekki hvort handbolti er stundaður á Blönduósi en ef svo er ekki þá er Akureyri næsta bæjarfélag þar sem handbolti er stundaður.

Snæfellsnes og Vestfirðir eru ekki með neitt "klístur" í gangi og á Egilsstöðum hafa menn reynt að blása lífi í Hött af og til.

Þegar farið er suður með landinu frá Austfjörðum í vesturátt, er handbolti stundaður í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Á öðrum stöðum ekki. Á Suðurnesjum er karfan allsráðandi. 

Handboltinn hefur ekki náð að festa sig í sessi í mörgum bæjarfélögum og með tilkomu knattspyrnuhúsa víðsvegar um land held ég að það verði jafnvel enn erfiðara að keppa við knattspyrnuna. 


mbl.is Ísland í forkeppni Ólympíuleikanna og Króatía áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er heilmikið til í þessu. Ég er að vestan og þegar verið var að hanna nýja flotta íþróttahúsið, var ákveðið að löglegur körfuboltavöllur væri auðvitað nauðsynlegur. En til að spara smá pening var ákveðið að bæta ekki við fáeinum metrum af því að  ,,í þessum bæ yrði hvort eð er aldrei spilaður handbolti"

runargeir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Jóhann Waage

Já gamli, synd hvað handboltinn er "hype-aður" í botn og ekkert gengur upp hjá þeim.

Það er með þennan blessaða handbolta. Þeir fara á hvert stórmótið á fætur öðru, aðallega vegna þess að það eru svo fáar þjóðir sem spila handbolta að þeir fara sjálfkrafa inn á þessi mót......ég meina, lið eins og Kúveit, Grænland og einhverjar smá-eyjaþjóðir eiga að hafa eitthvað í þjóðir á borð við Þýskaland á svona mótum, þetta er bara hlægilegt. Þetta er eins og að halda úrslitakeppni í handboltanum og ætla að láta Hauka, Val eða Fram spila á móti áhugamanna-skólaliði Bifrastar eða öldungaliði Hugins Seyðisfirði!!!!!!

Og fyrir þessi stórmót, þá er íslenzka landsliðið "hype-að" í botn, þeir kallaðir "strákarnir okkar" og annað svoleiðis og hvað gerist....þeir tapa stórum hluta leikjanna, með stórum mun og allir verða óánægðir og hætta að kalla þá "strákana okkar".....segja bara: "Þeir töpuðu!!"

En þetta gleymist auðvitað eins og allt annað og þeir "hype-aðir" aftur og aftur.....

Og svo er það málið með ÍSÍ. Körfuboltinn sem var eina boltasérsambandið sem átti sigursæl landslið og fékk einungis skitnar 3-4 millur í sínar hendur til að halda úti landsliðsstarfi og almennri uppbyggingu í úthlutun ÍSÍ, á meðan að handboltinn fékk einhverjar rúmar 20 millur.....og hann ekki einu sinni með almennileg yngri flokka landslið.
 Við héldum að þegar að okkar gamli formaður Óli Rafns tók við starfi forseta ÍSÍ, að þá myndu hlutirnir lagast okkur í vil, en nei, hann hefur fests í sama farinu og fyrirrennari hans.
  Ef að karfan nyti sama fjár/styrkjastuðnings frá ÍSÍ og handboltinn, þá er nokkuð ljóst að karfan gæti orðið mun stærri en handboltinn, enda höfum við mikið þurft að vinna að okkar eigin málum og uppbyggingu með eigin svita og tárum, á meðan að handboltinn hefur gengið um með sinn púðraða rass, hafandi RÚV, ÍSÍ og aðra til að styðja sig.

Það getur verið að ég væli en svona er þetta bara, handboltanum er haldið gangandi á gamalli lummu hérlendis, handboltinn er deyjandi íþrótt víðsvegar um heiminn, nema kannski í löndum eins og Þýskalandi.

Jóhann Waage, 24.1.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Já ég held það hafi verið Svali Björgvins sem sagði að körfubolti væri alvöru íþrótt, fótbolti fyrir handalausa dverga og handbolti væri ekki íþrótt

Ragnar Gunnarsson, 25.1.2008 kl. 01:30

4 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Sæll Jói.. þú dettur í gamla gírinn þegar “klístrið” er nefnt til sögunnar. Og margt af því sem þú skrifar hér fyrir ofan dæmir sig sjálft. Þú hatar handbolta. Gott og vel. En er ekki betra að einbeita sér að því að eyða kröftunum í að efla körfuna í stað þess að níða skóinn af handboltanum?

Íslenska liðið hefur leikið við Svía í undankeppnum að stórmótum á borð við HM og EM 2006 og 2007. Þannig að samkeppnin er til staðar. Vandamál handboltans er að lönd utan Evrópu eru langt á eftir í þróuninni. Evrópukeppnin er allt annað mót en HM og ÓL.

Vissulega er íslenska landsliðið í sviðsljósinu þegar kemur að EM, HM eða ÓL. Ég get fullyrt það að ekkert annað íslenskt íþróttaefni er meira lesið eða eins vinsælt og fréttir af “strákunum okkar”.  Áhorf í sjónvarpi er lygilegt og fréttatalning á mbl.is segir allt sem segja þarf um vinsældir íslenska landsliðsins. Það er óumdeilt.

Ég hef gaman af körfubolta og fylgist grannt með því sem þar er að gerast. Ég hef líka gaman af íslenska handboltalandsliðinu og samgleðst þeim ef vel gengur.

Úthlutunareglur Afrekssjóðs ÍSÍ eru skýrar. Heimslisti í hverri grein ræður ferðinni. Þannig er það nú bara og á meðan þær reglur eru þá verður hlutunum ekki breytt. En vissulega á Ríkisvaldið að koma með meira fjármagn inn í landsliðsmálin hjá öllum sérsamböndum.

Ég get ekki verið sammála því að handboltinn sé að deyja allsstaðar nema í Þýskalandi. Danmörk er t.d. að eflast mjög mikið. Hvað með stórþjóðir á borð við Spán og Frakkland? Norðmenn eru að vakna til lífsins og sænska deildin er að eflast. Ég var að skoða áhorfendatölur frá Svíþjóð þar sem að handboltinn er mest sótta vetrarsportið á eftir íshokkí að sjálfsögðu. Og hvaða grein er í öðru sæti, jú, innibandý.. karfan kemur þar á eftir.

Hér á Íslandi hefur handboltinn verið í lægð en ég held að menn eins og Aron Kristjánsson og fleiri hafi áttað sig á stöðunni og séu að vinna vel í sínum málum. Það er frábær umgjörð hjá mörgum körfuboltaliðum og Iceland Expressdeildin hefur sótt í sig veðrið. Frábær úrslitakeppni s.l. vor. Vörumerkið er þekkt og ég held að það sé ekki körfunni til framdráttar að vera drulla yfir handboltann.

Bestu kveðjur. Sig. Elvar.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 25.1.2008 kl. 09:44

5 identicon

Logi Ólafsson sá ágæti þjálfari og íþróttakennari talaði alltaf um íslandsmótið í handbolta sem íslandsmót í bakhrindingum sem er annars ágæt útskýring. Ekki ætla ég að gera upp á milli þessara íþrótta. Persónulega hef ég gaman af þeim öllum en þær komast ekki með tærnar þar sem golfið er með hælana.

Alexander H (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:46

6 identicon

Handboltinn er fínn og það þarf að koma honum í gang á hverju krummaskuði.

Þórólfur (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:17

7 identicon

Jói Waage er körfuboltafanatic og vitleysingur í skrifum sínum um handbolta.

Gamla orðatiltækið "svo skal böl bæta að benda á verra" lýsir hans málflutningi ágætlega.

- (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:25

8 identicon

já og nota bene - Höttur eru með fínt yngriflokkastarf sem og Völsungur á Húsavík í handboltanum. En hvaða leikur var í gangi á skaganum?

3 (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband