Meira KR

Síðasta innslag mitt um Miðjuna, eldheita stuðningsmenn KR, virðist hafa hrokkið ofaní marga.

Miðjan hefur vakið gríðarlega athygli á undanförnum misserum fyrir góða takta. Ferskir vindar sem hafa blásið frá þeim ágætu mönnum. Sumir kollegar mínir hafa dregið upp þá mynd að ég sé í miklu stríði við þá félaga. Það held ég nú ekki. Miðjan fór að mínu mati yfir strikið í leiknum gegn Keflavík. 

Ég er ekki í vafa um að með sama áframhaldi þá fer þessi „djókur“ það mikið í skapið á stuðningsmönnum annarra liða að upp úr sýður.

Það munaði ekki miklu að „djókurinn“ færi úr böndunum á föstudag.

Ef ég hef sært Miðjuna vegna samlíkingar við ítalska stuðningsmenn þá biðst ég innilega afsökunar á því. Að mínu mati er málið einfalt. Miðjan gerir suma hluti ótrúlega vel og ætti að einbeita sér að því.

Að drulla yfir andstæðingana með vel æfðum kór vegna atvika sem eiga sér stað utan vallar, útlits eða líkamsþyngdar – finnst mörgum fyndið. Ekki mér.

Miðjan er hluti af KR.

Íþróttir snúast ekki um það að gera lítið úr andstæðingnum með orðum.

Verkin tala.

Íþróttahreyfingin hefur upp á margt gott að bjóða en ég upplifi sumt af því efni sem Miðjan bauð upp á s.l. föstudag sem vott af einelti.

Er það í lagi?

S.l. sumar varð ég vitni af því að Miðjan söng af krafti nafn Teits Þórðarsonar í fyrsta leiknum sem Logi Ólafsson stýrði liðinu. Mér fannst það frábært framtak. Ég hef heyrt Miðjuna öskra sig hása á leikjum þar sem að staða KR var vonlaus. Ég dáðist af Miðjunni í þeim leikjum.

Ég skora á þessa sterku stráka að halda áfram að hvetja sitt lið en minnka aðeins „kryddið“sem er á alveg á grensunni.  

 


KR

Ég fór á stórleik KR og Keflvíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta í gær.

Að venju var "Miðjan" stuðningslið KR-inga í góðum gír.

Þeir eru vel æfðir og gera frábæra hluti.Og í úrslitakeppninni í fyrra voru þeir frábærir. Ég hrósaði þeim í blaðagrein í Mogganum og þeir einbeittu sér að því að STYÐJA sitt lið og sungu sigursöngva.

EN..... í gær fóru þeir yfir strikið.. þegar einkamál einstakra leikmanna eru viðruð í þaulæfðum samsöng þá fannst mér það ekki vera FYNDIÐ.

Miðjan hefur átt góða brandara í gegnum tíðina en þegar einn eða tveir leikmenn eru teknir í eineltismeðferð vegna útlits og atvika sem gerast fyrir utan körfuboltavöllinn þá finnst mér menn vera komnir á svipað plan og stuðningsmenn Lazio eða Roma...

 


Bloggfærslur 16. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband