Þriðjudagur, 18.3.2008
Fermd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 18.3.2008
Eru konur á fertugsaldri enn stúlkur?
Hvenær hætta stúlkur að verða stúlkur.
Ég hef velt þessu lengi fyrir mér.
Ég sé ekkert stúlkulegt við marga leikmenn úr körfuknattleikssliði Keflavíkur Margar þeirra eru rúmlega þrítugar. Samt er liðið yfirleitt nefnt Keflavíkurstúlkur í prent og ljósvakamiðlum.
Er eitthvað stúlkulegt við handknattleikslið Vals. Neibb. Samt er liðið oftast nefnt Valsstúlkur. Er eitthvað stúlkulegt við kófsveittar konur sem eru löðrandi í trjákvoðu og rífa í hvora aðra í varnarleiknum?
Eruð þið að ná þessu.
Íþróttafréttamenn eru ótrúlega vanafastir og viðhengið "STÚLKUR" loðir við öll kvennalið.
Yrði ekki allt vitlaust ef menn færu nú að segja: Kjellingarnar úr Keflavík lögðu lið Hauka.. eða Hlíðarendakjellingar skelltu ÍBV...
Eða er ekki nóg að segja frá því að um sé að ræða kvennalið Vals og KR. Hvernig væri ef nafninu piltar, drengir væri skeytt fyrir aftan öll karlalið. Er ekki nóg að segja karlalið Vals eða KR?
Tékkið á þessu á næstu dögum, í umfjöllun allra fjölmiðla um kvennalið.
Bara pæling.. þetta stúlkukjaftæði fer alveg hrikalega í taugarnar á mér.....
E.s myndin er af Hólmfríði Júlíusdóttur sem er fyrirliði Beyglustúlkna.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)