Eru konur á fertugsaldri enn stúlkur?

Hvenær hætta stúlkur að verða stúlkur.

Ég hef velt þessu lengi fyrir mér.

Ég sé ekkert stúlkulegt við marga leikmenn úr körfuknattleikssliði Keflavíkur Margar þeirra eru  rúmlega þrítugar. Samt er liðið yfirleitt nefnt Keflavíkurstúlkur í prent og ljósvakamiðlum.

Er eitthvað stúlkulegt við handknattleikslið Vals. Neibb. Samt er liðið oftast nefnt Valsstúlkur. Er eitthvað stúlkulegt við kófsveittar konur sem eru löðrandi í trjákvoðu  og rífa í hvora aðra í varnarleiknum? 

Eruð þið að ná þessu.

Íþróttafréttamenn eru ótrúlega vanafastir og viðhengið "STÚLKUR" loðir við  öll kvennalið.1850s-dag-Old-Lady-hd

Yrði ekki allt vitlaust ef menn færu nú að segja: Kjellingarnar úr Keflavík lögðu lið Hauka.. eða Hlíðarendakjellingar skelltu ÍBV...

Eða er ekki nóg að segja frá því að um sé að ræða kvennalið Vals og KR. Hvernig væri ef nafninu piltar, drengir væri skeytt fyrir aftan öll karlalið. Er ekki nóg að segja karlalið Vals eða KR?

Tékkið á þessu á næstu dögum, í umfjöllun allra fjölmiðla um kvennalið.  

Bara pæling.. þetta stúlkukjaftæði fer alveg hrikalega í taugarnar á mér..... 

E.s myndin er af Hólmfríði Júlíusdóttur sem er fyrirliði Beyglustúlkna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Fín pæling hjá þér félagi. Treysti því að þú klikkir ekki heldur á þessu með kvennahandboltann, kvennaknattspyrnuna og kvennakörfuboltann.  Þessar íþróttagreinar heita jú handknattleikur, knattspyrna og körfuklattleikur (eða -bolti) og engin ástæða að breyta um heiti íþróttarinnar sjálfrar þó stelpur, konur, kvenfólk eða kellingar spili!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.3.2008 kl. 13:45

2 identicon

Þetta er afskaplega einfalt: Falsmenn og Falskonur.

Einnig böggar það mig þegar sagt er frá liði Fals í körfubolta kvenna en ekki kvennaliði Fals í körfubolta. Körfubolti karla og kvenna er sama íþróttin, það eru liðin sem eru ólík.

benson (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 19:56

3 identicon

Já, er þetta Hólmfríður Júlíusdóttir? Þvílík vonbrigði - ég sem unglingur í Flensborg haustið 1988 hélt alltaf að Hólmfríður Júlíusdóttir væri gella, aðeins eldri en ég en þó ekki svo að hún væri ekki innan seilingar. Djöfull óð ég í reyk á þessum árum. Séð og Heyrt kveðja, Svanur

Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband