Suðurnesjaliðin segja söguna

Úrslitkeppnin í körfuknattleik fór fyrst fram árið 1984 þar sem Njarðvík lagði Val, 2:0, í úrslitum. Sú staða gæti komið upp í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppninnar að ekkert lið frá Suðurnesjum er í úrslitum. Njarðvík, Grindavík eða Keflavík hafa fram til þessa ekki látið sig vanta í úrslitarimmurnar. 

Hér sagan eins og hún er sögð á kki.is 

1984 Njarðvík 2-0 Valur {61-59, 92-91}
1985 Njarðvík 2-1 Haukar {80-87, 76-75 (68-68), 67-61}
1986 Njarðvík 2-0 Haukar {94-53, 88-86}
1987 Njarðvík 2-0 Valur {84-71, 80-71}
1988 Njarðvík 1-2 Haukar {78-58, 74-80, 91-92 (66-66, 79-79)}
1989 Keflavík 2-1 KR {77-74, 85-92, 89-72}
1990 KR 3-0 Keflavík {81-72, 75-71, 80-73}
1991 Njarðvík 3-2 Keflavík {96-59, 73-75, 78-82, 91-81, 84-75}
1992 Keflavík 3-2 Valur {106-84, 91-104, 67-95, 78-56, 77-68}
1993 Keflavík 3-0 Haukar {103-67, 91-71, 108-89}
1994 Grindavík 2-3 Njarðvík {110-107(98-98), 82-96, 90-67, 65-93, 67-68}
1995 Njarðvík 4-2 Grindavík {92-81, 92-112, 107-97, 79-75, 97-104, 93-86 (78-78)}
1996 Grindavík 4-2 Keflavík {66-75, 86-54, 68-67, 86-70, 72-82, 96-73}
1997 Keflavík 3-0 Grindavík {107-91, 100-97, 106-92}
1998 KR 0-3 Njarðvík {75-88, 56-72, 94-106}
1999 Keflavík 3-2 Njarðvík {79-89, 98-90 (87-87), 108-90, 72-91, 88-82}
2000 Grindavík 1-3 KR {67-64, 55-83, 78-89, 63-83}
2001 Njarðvík 3-1 Tindastóll {89-65, 100-79, 93-96, 96-71}
2002 Keflavík 0-3 Njarðvík {68-89, 88-96, 93-102}
2003 Grindavík 0-3 Keflavík {94-103, 102-113, 97-102}
2004 Snæfell 1-3 Keflavík {80-76, 98-104, 65-79, 67-87}
2005 Keflavík 3-1 Snæfell {90-75, 93-97, 86-83, 98-88}
2006 Njarðvík 3-1 Skallagrímur {89-70, 77-87, 107-76, 81-60}
2007 Njarðvík 1-3 KR {99-78, 76-82, 92-96, 81-83 (73-73)}
2008


ÍR toppar á réttum tíma

Það fór nú lítið fyrir upplýsingaöldinni í "Hellinum" í gær í öðrum leik ÍR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

Netsambandið í tómu tjóni og allt fór úr skorðum hjá þeim fjölmiðlum sem ætluðu að fjalla um leikinn í "beinni".cheerleader_slam_dunk

Spurning um að taka hrósið til baka. 

ÍR liðið er að toppa á réttum tíma og það kæmi mér ekkert á óvart ef liðið tæki Keflavík 3:0. 

Keflvíkingar voru hrikalega slappir í öðrum leiknum. Flatir eins og gamall bjór!

Spáin mín er í uppnámi þar sem ég spáði ÍR 3:2-sigri.  Í kvöld er það Snæfell - Grindavík. Ætla að bregða mér í Hólminn 

Það er langt síðan að græni dúkurinn var lagður á gólfið í Seljaskólanum og maður vorkennir ÍR að þurfa að æfa á þessum "viðbjóði" alla daga.

Hef reynsluna úr Borgarnesi og Akranesi. Þessi grænu gólf eru eins og steinsteypa og fara ekki beint vel með hné og ökkla.

Mig minnir einnig að allir hafi troðið í upphitun í Seljaskólanum á sínum tíma, líka Jón Þór Þórðarson. Ég lýg því. Brynjar Sigurðsson (Binni) náði aldrei að troða og hann gerir það ekki úr þessu þrátt fyrir fitnessútlit á gamalsaldri. Meira að segja Jón Gísli náði að troða í Seljaskólanum.

Sú saga gengur enn í dag að körfurnar í Seljaskóla séu í 2.95 m hæð en ekki 3.05 m. Spurning um að einhver nenni að mæla þetta...sagan er allavega góð.

 


Bloggfærslur 10. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband