ÍR í softball í leik 3 og 4

Spáin mín í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar stóđs ef litiđ er á tölurnar, 3:2 og 3:1, en ég gaf ÍR ingum sénsinn á ađ sanna sig gegn Keflavík. Ţar hafđi ég rangt fyrir mér. Ég ćtti kannski ađ taka ađ mér ađ sjá um hćkkun stýrivaxta á Íslandi?

Mađur verđur seint ríkur á ţví ađ tippa á Lengjunni og í raun er ég arfaslakur spámađur.

Keflavík sýndi hvađ býr í liđinu í ţremur leikjum í röđ. Jón N. og Sigurđur Ingimundarson voru spakir eftir 2. tapleik liđsins í Seljaskóla ţegar ég rćddi viđ ţá fyrir Moggann. Ţeir sögu einfaldlega ađ Keflavík hefđi oft unniđ ţrjá leiki í röđ. Ekkert vandamál. Og ţeir stóđu viđ stóru orđin. ÍR var einfaldleg of mjúkt (soft) í 3. og 4. leiknum.. en skemmtilegt ađ fá ÍR inn í keppnina sem "spútnik" liđiđ. Gott fyrir körfuna ađ fá nýtt liđ sem á framtíđina fyrir sér og ég vona ađ kjarni liđsins verđi áfram í ţessu liđi. Eiríkur Önundarson hefur eflaust lokiđ ferlinum í Sláturhúsinu í kvöld. Frábćr gaur ţar á ferđinni.

Sem sagt ég blúbbađi á Kef - ÍR, ţar sem ég spáđi ÍR sigri í oddaleik, 3:2.

Ég grísađi á rétt úrslit í rimmu Snćfells og Grindavíkur, 3:1.

 Til lukku Keflavík og Snćfell. Ţađ verđur án efa skemmtilegt ađ fylgja ţeirri rimmu eftir.   


Bloggfćrslur 16. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband