ÍR í softball í leik 3 og 4

Spáin mín í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar stóðs ef litið er á tölurnar, 3:2 og 3:1, en ég gaf ÍR ingum sénsinn á að sanna sig gegn Keflavík. Þar hafði ég rangt fyrir mér. Ég ætti kannski að taka að mér að sjá um hækkun stýrivaxta á Íslandi?

Maður verður seint ríkur á því að tippa á Lengjunni og í raun er ég arfaslakur spámaður.

Keflavík sýndi hvað býr í liðinu í þremur leikjum í röð. Jón N. og Sigurður Ingimundarson voru spakir eftir 2. tapleik liðsins í Seljaskóla þegar ég ræddi við þá fyrir Moggann. Þeir sögu einfaldlega að Keflavík hefði oft unnið þrjá leiki í röð. Ekkert vandamál. Og þeir stóðu við stóru orðin. ÍR var einfaldleg of mjúkt (soft) í 3. og 4. leiknum.. en skemmtilegt að fá ÍR inn í keppnina sem "spútnik" liðið. Gott fyrir körfuna að fá nýtt lið sem á framtíðina fyrir sér og ég vona að kjarni liðsins verði áfram í þessu liði. Eiríkur Önundarson hefur eflaust lokið ferlinum í Sláturhúsinu í kvöld. Frábær gaur þar á ferðinni.

Sem sagt ég blúbbaði á Kef - ÍR, þar sem ég spáði ÍR sigri í oddaleik, 3:2.

Ég grísaði á rétt úrslit í rimmu Snæfells og Grindavíkur, 3:1.

 Til lukku Keflavík og Snæfell. Það verður án efa skemmtilegt að fylgja þeirri rimmu eftir.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband