Þriðjudagur, 20.2.2007
Spears svarar í símann hjá 365
Stafræn bylting, jea right.
Digital Ísland er böl og óútreiknanlegur fjandi. Var að reyna að horfa á Lille - Man Utd. á Sýn í kvöld.
Allt frosið og Wayne Rooney líktist Craig Bellamy á 16. teig (bjór).
Karl faðir minn, einlægur stuðningsmaður Man. Utd. var ekki ánægður með ástandið. Hann var þó saddur eftir sprengikjetið og baunirnar -ástandið var því þokkalegt.
Á sama tíma voru fín gæði á SÝN Extra 1 og 2 þar sem Real Madrid - Bayern München og PSV - Arsenal voru í beinni.
Ég hringdi í þjónustuver 365, tæknileg aðstoð. Ungur maður, drengur , eða nýliði svaraði eins og hann gat. En hann hafði engin svör.
Fyrsta spurningin var þessi:
"Hvers vegna er útsending SÝNAR í einhverju rugli á meðan SÝN Extra 1 og 2 er í fínum málum?"
Gaurinn vann fyrir kaupinu sínu og fór að spyrja til baka:
365.) Er loftnetið í lagi.
seth: "Já ég keypti risastórt örbylgjuloftnet í október fyrir mörg þúsund kr."
365.) Settir þú loftnetið upp sjálfur?
seth: "Nei, fagmaður, rafeinda - og rafvirki. Eðalmaður."
365.) Sér loftnetið sjóinn?
seth: "Hvað áttu við?"
365.) Sér loftnetið sjóinn?, er sjórinn nálægt húsinu þínu?
seth: Nei, erum í svona 500-800 metra fjarlægð frá sjónum. Og Akranes er sko hinu meginn við Faxaflóann. Örbylgjusendingin þarf að fara yfir sjóinn og loftnetinu er beint í átt til Reykjavíkur - skiluru..loftnetið vísar í átt að Reykjavík en ekki Snæfellsjökli," sagði ég og var reiður.
"Veistu að ég ég hef hringt oft í þjónustuverið og spurt um svipaða hluti. Svörin eru aldrei eins. Ég þarf bara að fá að vita afhverju SÝN sést ekki hjá mér en ég get horft á SÝN Extra 1 og 2. Það er eina vandamálið."
365.) Heyrðu ég ætla ekkert að vera ljúga að þér. Ég hef ekki hugmynd um hvað er að.
seth: "Ok það er heiðarlegt svar. Það er þá ekki bara af því það er þriðjudagur. -Þetta Digital Ísland er algjört krapp," sagði ég.
365.) Veistu að sumir eru bara ótrúlega óheppnir með þessi mál.
seth: "Hvað áttu við?"
365.) Það er bara misjafnt hvernig útsendingar okkar nást.
seth: "Ég var einmitt að hringja í þig út af því.. vertu sæll..."
Britney Spears farin í meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allt að gerast á þessu bloggi..kveðja frá Bolungarvík og allt - verð að láta Bolvíska Stálið vita af þessu.
Frost á fróni er lagið mitt. Ef það er stillt veður og kalt... þá er Digital Ísland að rokka. Súld og dumbungur.. þá er ekkert í gangi.
Ég sé hinsvegar Akrafjallið ágætlega - en ekki sjóinn..
Sigurður Elvar Þórólfsson, 20.2.2007 kl. 22:49
Er með ADSL sjónvarpið líka - verð hinsvegar að vera með loftnetið líka. Til þess að geta horft á tvær mismunandi stöðvar á sama tíma. Og þá sérstaklega þegar íþróttaefni er á dagskrá.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 23.2.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.