Hjartað hætti að slá um stund

"Innbrotið" er líklega fyrnt og því er allt í lagi að segja þessa sögu. Gamla settið, foreldrar mínir, voru að rifja upp skemmtilegt atvik í gær eftir saltketið og baunirnar.

Sveitavargarnir voru á ferð í Höfuðborginni fyrir um 17 árum. Veturinn 1990. Frumburður þeirra var þá að leigja íbúð í vesturbænum, í Faxaskjóli að mig minnir. Hún lánaði foreldrum sínum lykil að íbúðinni þar sem þau ætluðu að gista. Eftir heimsókn hjá Dóra frænda óku þau um hánótt út að Faxaskjóli.

Karl faðir minn tók upp lykilinn en það gekk illa að opna kjallaraíbúðina. Öll trix í bókinni voru prófuð hvað lykilinn varðar en ekkert gekk. Mútta fann opinn glugga á þvottahúsinu og sá gamli renndi sér þá leiðina í þvottahúsið. key%20(3)

Þar var barnavagn og fannst honum það ekki passa - en kannski voru hinar stelpurnar (meðleigjendurnir) að geyma þetta dót - hugsaði hann. Gömlu konunni var hleypt inn og þau fóru að bera inn töskurnar í forstofuna. Það var ljós á ganginum og sá gamli fór inn í íbúðina og opnaði herbergið þar sem að frumburðurinn hafði aðsetur.

Þegar þau litu inn var fullt af barnadóti á gólfinu? Þau horfðu furðu lostinn á hvort annað. Hjartað í þeirri gömlu hætti að slá um stund. Þau voru í röngu húsi.

Gamla settið læddist út í myrkrið með farangurinn. Gengu að næsta húsi við hliðina, tóku upp lykilinn  - og viti menn. Hann passaði. Samkvæmt mínum heimildum gekk þeim illa að sofna vegna hláturs 

- en sagan er góð.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.. og ekki gekk betur að segja frá ævintýrinu, móðir vor var í kasti og grét af hlátri, enda ekki annað hægt..

Eyrún

Eyrún (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:40

2 identicon

Þar sem þetta voru þreyttir ferðalangar að leita að svefnstað en ekki að einhverju góssi þá sluppu þau með skrekkinn í þetta sinn og hafa ekki reynt síðan að opna annarra manna hýbýli að næturlagi og létu sér þetta að kenningu verða.

Stína (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband