Rauðar rósir

Það er að hellast yfir mig kosningavalkvíði - er alveg að tapa mér í djúpum pælingum, hver sagði hvað við hvern og afhverju? Hver gerði hvað við hvern og afhverju?

Er alveg Lost að hafa ekki séð Silfrið í marga mánuði og ekki lesið stjórnamálapælingarnar hér á Moggablogginu.

Gísli S. Einarsson núverandi bæjarstjóri á Akranesi leysti valkvíðann með einföldum hætti hjá mér árið 1987.

Hann og stuðningsmenn hans voru með fínt partý á gamla Hótelinu á Akranesi. Kvöldið varð til þess að Gísli og gamli Alþýðuflokkurinn fékk atkvæðið.  226500764_ddf612d73f_m

Held meira að segja að ég hafi sagt ömmu Buggu, mömmu og pabba frá glæpnum og þau voru bara ánægð.

Ég er enn að bíða eftir því að fá boð um gott partý hjá þeim flokkum sem bjóða fram hér í n-vesturkjördæmi.

Lofa engu um atkvæðið en það vantar meira stuð í kosningabaráttuna.


mbl.is Stjórnarandstaðan boðar til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Mér "varð einu sinni á" að kjósa Flokk mannsins, og það verð ég að segja að umburðarlyndi föðurættarinnar (kratar eins langt og elstu menn muna) eins og hún leggur sig var ekki mikið, "tilviljun" réði því að það var fermingarveisla skömmu eftir kosningar og þar fékk ég miklar skammir fyrir, ég hefði víst eins getað hent seðlinum, og hvað ertu að hugsa drengur voru ekki óalgeng komment. 

"Skuldarar" geta greinilega lært mikið af "björgurum"

....en svona er þetta....

kveðja af skaga.

Einar Ben, 6.3.2007 kl. 00:51

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Góður - Einar Skuldari - 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 6.3.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband