Einu sinni sá ég þingmann

Ég var að hlusta á útvarpið á leið til vinnu í morgun þar sem að Sæunn Stefánsdóttir úr Framsóknarflokknum og Björgvin G.Sigurðsson úr Samfylkingu voru að ræða um störf Alþingis. Picture 001

Þar var m.a. rætt um þá staðreynd að almenningur hefur ekki eins mikið álit á störfum Alþingis og á árum áður. Þau voru bæði með ágætar skýringar á þeirri þróun.

Sæunn sagði að mikil vinna fylgdi starfinu og það væri mikilvægt fyrir Alþingismenn að hafa tíma til þess að hitta kjósendur þegar hlé væri gert á þingfundum.

Í þessum löngu hléum sem gerð eru með reglulegu millibili á hverju ári. Ég fór að velta því fyrir mér að ég hef aldrei hitt þingmann í slíku hléi.

Einu sinni sá ég Jóhann Ársælsson með barnabarnið sitt í íþróttaskóla FIMA á Akranesi. Gísla S. Einarsson sá ég stundum uppi á golfvelli. Ræddi ekki við hann um stjórnmál.

Magnús Hafsteinsson býrí næstu götu við mig en ég hef bara séð hann á jakkafötunum að elta kanínurnar sem eru í hans eigu í garðinum mínum. Ræddi ekkert við hann.

Aðra þingmenn hef ég aldrei hitt samt hef ég kosið frá árinu 1987.   


mbl.is Konur í Samfylkingu og Framsókn á leið til vinstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Skondið, eins gott að Jón Bjarnason frétti ekki af þessu, þá mætir hann.

Ca ári fyrir kosningar mætir hann á allar samkomur í Skagafirði, sama hvort það eru afmæli, fundir eða jarðarfarir og hann heilsar öllum með handabandi, sumum tvisvar.

Þú ert nú í kjördæminu hans.

ps. manst svo að JAS er að spila á morgun.

Rúnar Birgir Gíslason, 6.3.2007 kl. 10:55

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Jón í mínu kjördæmi? - sem betur fer er það stórt... og hann tekur alltaf hægri svinginn upp úr rörinu í Hvalfirði... Svo er voða lítið um jarðarfarir og slíkt hérna á Skaganum.. heilsuhraust lið hérna á svæðinu..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 6.3.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband