"Hökktóttir"

Lofboltinn hjá KKÍ sem minnst var á í síðustu færslu er að sögn Friðriks Inga Rúnarssonar framkvæmdastjóra KKÍ vegna sjónvarpssamnings KKÍ og Sýnar. Meistaradeildin er í gangi þriðjudag og miðvikudag, engar beinarradio-broadcast-large útsendingar því á dagskrá hjá KKÍ og fimmtudagurinn, skírdagur, því eini rökrétti dagurinn að þeirra mati.

Svo sem ágæt rök, en Friðrik sagði að það væri kannski betra í framtíðinni að leika lengur fram á vorið í úrslitakeppninni og sleppa þessu páskastússi alveg.

Ég er sammála því. Fínt að tengja saman úrslitakeppnina og upphafið á Landsbankadeildinni í fótbolta sem hefst upp úr miðjum maí.

Að öðru: Hlusta stundum á þátt VBV á X-FM, stundum góður og stundum slakur. Í gær sagði Hans Steinar Bjarnason fína setningu. Hann var að tala um fótbolta eða körfuboltalið. Man það ekki. 

"Þeir eru svo hökktóttir."  -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég var að hugsa um þennan loftbolta sem þú nefnir Elvar. Getur ekki líka verið vont að spila engan körfubolta alla páskana? Gæti botninn ekki dottið úr öllu?

Nú er ég bara að hugsa upphátt.

Kannski best að hafa páskana seinna og klára mótið fyrir páska.

En skil vel hvað þú ert að fara, við á karfan.is verðum bara að standa okkur á meðan. Og þið að nota mbl.is

Rúnar Birgir Gíslason, 4.4.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband