Alvarlegt vinnuslys á Kópavogsvelli

Fór á leik í Landsbankadeildinni í gær í Kópavogi. Sú heimsókn hafði víðtæk áhrif á heilsufar mitt. Líklega er best að kalla þetta vinnuslys.

Ömurleg aðstaða fyrir fjölmiðla á Kópavogsvelli og með sólina beint í trýnið í 90 mínútur var það áskrift á mígreniskast dauðans.

Hægra eyrað á mér er lamað eftir skólahljómsveit Kópavogs, dúúddúddú og bank bank bank...Ef þetta verður málið í leikjum sumarsins þá VERÐUR að bjóða upp á kaffi og koníak á þessum leikjum eða bara koníak..það hefur góð áhrif á heyrnina og meltingu.small_Sj%C3%BAkrab%C3%ADll-%C3%A1-Hellishei%C3%B0i_390497963

Meltingarfærin eru í ólagi eftir að hafa innbyrt slatta af próteinum í fluguformi, það virðist vera faraldur í Kópavogi að flugur drekki sér í kaffibollum í fjölmiðlastúku Kópavogsvallar. Það þarf sértækar aðgerðir nú þegar ....og leikurinn eins og  búast mátti við....vorbragur.

Annars var gaman að sjá hve vel Hrafnkell á RÚV lifir sig inn í vinnuna. Það var ekki þurr þráður á drengnum - kófsveittur og með ungmeyjarroða í kinnum. Hann fór síðan á ættarmót í viðtölunum eftir leik. Ísland er lítið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband