Miðvikudagur, 18.7.2007
Rassmussen........
Ég var með matarboð í gær og þar sá það svart á hvítu að TOUR DE FRANCE er gríðarlega stórt dæmi. Mágur minn frá Danmörku var órólegur og var alltaf að kíkja í tölvuna.. ég hélt að það væri B-heimsmeistarakeppni í gangi í handbolta... ég verð að fara taka mig á í þessu hjólreiðadæmi.....Rassmussen..mhmhmhm...það er gott nafn í þessari grein. eru menn ekki ófrjóir í nokkra mánuði eftir þessa keppni??
Rasmussen enn fremstur í Frakklandshjólreiðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Man þegar ég flutti út fyrir 4 árum, þ.e. til Danmerkur. Þá var þessi keppni í gangi og guð minn góður. Fólk kvartar á Íslandi yfir að íþróttir raski dagskrá RÚV stundum. Tour de France var allan daginn á DR.
Það var svolítið skrýtið að venjast því að þrjár helstu sjónvarpsgreinarnar í Danmörku voru/eru hjólreiðar, fótbolti og kvennahandbolti
Rúnar Birgir Gíslason, 18.7.2007 kl. 10:49
Það eru ekki danir sem eru skrítnir, það erum við íslendingar, sem erum ekki enn búnir að uppgvötva hjólreiðar sem keppnisíþrótt.
Arnþór L. Arnarson, 18.7.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.