Fimmtudagur, 9.8.2007
Dúndur
Feðgaferð á leik Fram og ÍA reyndist skemmtun - en fyrsti klukkutíminn var erfiður. Nammið búið hjá þeim yngsta og hann var búinn að setjast í alla stólana í VIP-stúkunni.. takið eftir því VIP.
Fór að sjálfsögðu í blaðamannaboxið og kannaði aðstæður.
Helv. flott hjá þeim í Dalnum.. og að sjálfsögðu var boðið upp á veitingar í hálfleik sem voru ekkert slor..
Fékk mér bara kaffi en Stella var ísköld á kantinum fyrir þá sem vildu. Var ekki með símann til þess að taka myndir en þær eru víst til.
Sá yngsti þurfti á klósettið í stöðunni 1:0 og við misstum af öðru marki Fram. Sá í þeirri ferð að einhver hefur VIPPAÐ yfir sig í fyrri hálfleik því að vaskurinn á karlaklósettinu var eins og ég man eftir þeim korter í þrjú í Logalandi á sveitaballi - allur útældur...
Það er ekki að spyrja að því...besti bjór í heimi er alltaf ókeypis og þá er bara að dúndra eins miklu í sig og hægt er... skemmtilegt að aðeins útvaldir fá að drekka bjór í þessu íþróttastússi hér á Íslandi.
Ég skrifaði um besta bjór í heimi þann 13. mars s.l. og þar minntist ég á þetta óréttlæti sem Íslendingar búa við hvað varðar aðgengi að áfengi á íþróttaviðburðum. Þetta er bara djók. Ég skora á einhverja aðila að taka sig saman og mæta með eina kippu af bjór í poka á alla helv. leiki í Landsbankadeildinni það eftir er tímabilsins.... og sjá hvað menn ætla að gera í þessum málum..
Sumir eru jafnari en aðrir í þessum efnum.. Jón múrari og Siggi málari fá ekki að komast í bjórinn en við sem erum í VIPPINU fáum bjór.. líklega verður mér aldrei hleypt í Fram-Vippið aftur en ég hef ekki áhyggjur af því á næsta ári... þeir verða líklega á Valbjarnarvellinum.....
Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.