Afhverju er SÝN ekki með í áhorfskönnunum?

Enski boltinn er heitt umræðuefni hjá mörgum.. SÝN 2 er með pakkann og þeir sem vilja horfa þurfa að borga meira en þeir gerðu í fyrra á Skjánum.

Áskriftarkerfið er frekar flókið en SÝN 2  kostar 4.200 á mánuði miðað við 12 mánaða bindingu. (M12). SÝN og SÝN 2 kosta 7.100 á mánuði miðað við M12.

Ég hef ekki séð áhorfskannanir frá SÝN eða Skjánum á undanförnum misserum og reyndar hefur SÝN ekki verið með í áhorfskönnun í mörg herrans ár.

Ég velti því fyrir mér afhverju það sé?

Ég man eftir einni slíkri og þar var niðurstaðan sú að SÝN var með skelfilega lítið áhorf.. ef ég man rétt þá var vinsælasti þátturinn með uppsafnað áhorf í kringum 5% og rétt tæp 2% horfðu á þann viðburð í beinni útsendingu. 

Ef þetta efni er svona ótrúlega vinsælt þá ætti það að vera einfalt mál að henda SÝN 2 inn í næstu áhorfskönnun og SÝN einnig. Eða er staðreyndin sú að 5000-7000 heimili eru með SKY og þar fyrir utan eru pöbbarnir alltaf fullir þegar stórleikir eru sýndir.

Það væri gaman að fá samanburðinn í áhorfinu.. Dagblöð og tímarit komast ekkert hjá því að vera stöðugt undir smásjánni hvað lesturinn varðar en það er ekki boðið upp á sömu spennu í ljósvakamiðlunum..

e.s. ég væri líka til í að fá að vita hve margir heimsækja eyjan.is.

Hef ekki séð neinar tölur um vinsældir þeirra..

þetta var tuð.. röflið kemur síðar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ætli þetta sé ekki nálægt 90% hækkun hjá Sýn frá Skjásporti í fyrra, ég greiddi á mánuði 2400 kall fyrir flotta þjónustu,  en nú þyrfti ég að borga 4200 á mánuði ef ég bind mig í 12 mánuði, en deildin stendur aðeins  í 10 mánuði svo þetta er mjög ósanngjarnt, skora á 365 að endurskoða verðið. 

Skarfurinn, 10.8.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband