Micran hefði ekki þolað þessa skvettu

Ég er ekki viss um að Nissan Micra tuðrann hans Kristjáns Jónssonar íþróttafréttamanns (a.k.a. bolvíska stálið) hefði þolað þetta hnjask..

Stálið á mjög sérstaka útgáfu af Micra sem er nett sandblásinn á toppnum eftir skvettu úr Óshlíðinni, sandblásinn er kannski ekki rétta orðið.. beyglaður....

Micran er ekki til sölu en liturinn er ómótstæðilegur. Miðað við óeðlilegan áhuga Stálsins á franska handboltþjófnum með síðu lokkana þá er alveg spurning um að breyta nafninu stálið í "franski þjófurinn."

að öðru: ég er ákaflega ánægður með að fólk nenni að lesa þetta bull hjá mér og þessi áhugi hefur fleytt mér yfir þann þröskuld að vera með vinsælla blogg en Simmi í Kastljósinu.. það hefur tekist...reyndar er Simmi hættur að blogga en það er allt önnur saga


mbl.is Stórir grjóthnullungar féllu á Óshlíðarveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott tuð og bíð spenntur eftir röflinu.

Til hamingju með að hafa náð Simma, nú er bara að linka á fleiri fréttir.

HBG (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:45

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Mér sýnist að Bolur Bolsson sé að ná hæstu hæðum.... ætla að sigla í kjölfarið hjá honum...blogga allar helv. fréttirnar sem eru á mbl.is í 2-3 vikur og málið er dautt... 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 10.8.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband