Jess, jess, jess... þessi var í beinni á SÝN

Ég skil vel að forráðamenn 365 séu ánægðir með að enski boltinn sé kominn heim..og þeir eru vissulega að sinna þessu eins vel og þeir geta - 4:4:2 þátturinn á laugardögum er t.d. mjög gott framtak..

ég velti því hinsvegar fyrir mér hvernig fréttamatið á fréttastofu 365 sé miðað við þá breytingu sem hefur orðið á fréttaflutningi af enska boltanum á einu ári. Í fyrra var greint frá úrslitum úr enska boltanum á 10 sekúndum...en þeim mun meiri tíma eytt í þær deildir sem eru í boði fyrir áskrifendur 365. Er fjallað meira um þá viðburði sem eru sýndir í beinni á 365 og nánast ekkert um hina viðburðina?

ég er líka mjög undrandi að í hvert sinn sem sagt er frá einhverjum viðburði þá er tekið fram að þessi eða hinn leikur hafi verið í "beinni" á Sýn eða SÝN2. Var ekki byrjað að sýna beint frá fótboltaleikjum hér á Íslandi 1986, 1982 úrslitaleikur HM í svarthvítu..?   -eru til menn og konur sem segja JESS þegar þessi frasi kemur. "þessi leikur var í beinni á SÝN.."

Fréttamenn SKY taka það ekki fram að Man. Utd.  - Liverpool hafi verið í beinni á SKY..er þetta séríslenskt eða hvað?..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttamatið helgast einfaldlega af því að það er hægt að sýna frá efninu í ár. Skjárinn vildi ekki einu sinni selja 365 réttinn á að sýna mörkin í fyrra eins gott múv og það reyndar var. Átti að eyða þrem mínútum í að tala um leiki sem ekki er hægt að sýna frá?

Þetta var tuð hjá þér en fretlykt af því, eitthvað illt í maganum?

bestu

HBG (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Fréttavalið er kannski betra orð..vissulega vantaði myndefnið í fyrra... og samskipti 365 og keppinauta þeirra hefðu eflaust getað verið meiri.

en ég brosi samt sem áður af þessari stökkbreytingu... í fyrra var enski boltinn alveg jafn heitur hjá þeim sem fylgjast með fréttum og fréttastofur hljóta að sýna metnað í því að segja frá úrslitum og slíku þrátt fyrir að hafa ekki myndskreytingar, ég var ekki að biðja um 3 mín. pakka.. bara helsu atriði. og síðan var hægt að snúa sér að því efni sem menn áttu myndir af......

þessi færsla var í beinni á SÝN.... það er aftur á móti frasi sem Stefán vinur þinn á Akureyri gæti notað á moggablogginu.. þessi færsla var í boði blog.is..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 26.8.2007 kl. 00:28

3 identicon

Smá tuð: Byrjað var að sýna beint frá HM 1982 á Spáni. Fyrsti leikur mótsins, Argentína - Belgía, 0:1, var sýndur beint. Úrslitaleikurinn var sýndur beint og að mig minnir leikurinn um þriðja sætið en ég er ekki alveg viss um undanúrslitaleikina - það getur vel verið að þeir hafi verið sýndir beint. Í Mexíkó, fjórum árum síðar var svo fjöldinn allur af leikjum sýndum en þessar beinu útsendingar frá HM hófust klárlega Á HM á Spáni. Og það var bara gleði. Með tuð- og gleðikveðjum, Svanur 

Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 00:50

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Smá viðbót, man að HM 86 í Mexíkó var í lit.

Rúnar Birgir Gíslason, 26.8.2007 kl. 08:19

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Rétt komment hjá þér með tuðið um "í beinni á Sýn".

Hef ekki alveg skilið það hvað það hefur að gera í fréttina.  Kannski er verið að reyna að koma að einhverri hvatningu til að fá fleiri áskrifendur, en það er ekki gert á réttan hátt með þessu.

Magnús Þór Jónsson, 26.8.2007 kl. 10:37

6 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

SMS og Rúnar.. gott láta lesa textann svona yfir með þverfaglegri alþjóðlegri samvinnu.. Hafnarfjörður..Danmörk..hvað haldið þið að ég muni frá þessum árum....ég var í hermannajakka og hanakamb....Siggi pönk.. Magnús Þór.. við látum  þetta þá bara fara í taugarnar á okkur...en þetta er vissulega bara broslegt.. ég hefði frekar kosið að SÝN og SÝN2 myndu þora að láta mæla áhorfið hjá sér... það hefur ekki gerst í mörg herrans ár.. flokkast þetta kannski undir viðskiptaleyndarmál?

Sigurður Elvar Þórólfsson, 26.8.2007 kl. 10:52

7 Smámynd: Jóhann Waage

Skallinn mættur á Moggabloggið ;)

Jóhann Waage, 26.8.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband