Ungmennafélagsandi hjá Fimleikafélaginu?

Fjölnir í úrslitaleikinn gegn FH. Fjórir leikmenn FH hafa verið í láni hjá Grafarvogsliðinu og þrír þeirra eru enn til staðar, Atli Viðar Björnsson, Sigmundur Pétur Ástþórsson, Heimir Snær Guðmundsson. Nú er spurt hvort ungmennafélagsandinn sé ríkjandi hjá Fimleikafélaginu. Ég er á þeirri skoðun að FH-ingar eigi ekki að skipta sér að framhaldinu hjá Fjölni og mæta þeirra sterkasta liði í úrslitaleiknum. Óli Jó er snjall refur en ég held að hann kjósi það að láta sitt lið mæta sterkasta liði Fjölnis.

Annað væri bara eins og Stoke - Djók. 

e.s. ég vona að þetta verði í síðasta skiptið sem að starfsmenn íþróttadeildar RÚV afsaki það að leikur sé í gangi í beinni útsendingu og að seinni fréttir séu seinna á ferðinni en vanalega. Og hvað með það?

Það þarf ekkert að afsaka það að bein útsending sé í gangi. Það eru allir að horfa á leikinn en ekki að bíða eftir 10 fréttum eða öðrum fréttum.

Og hvað var í fréttum? 

Svaka skúbb.. fjórmenningar í Glitnismálinu, netbanki, dollarar og evrur, fengu álagsgreiðslur, saksóknari, 30 millj. kr. hagnaður hjá fjórmenningum. Ekkert sérstakt vald, hæstiréttur, lagastoð, ákæruvaldið, lögreglustjóra, sjálfstætt, í andstöðu við lögin, kemur á óvart, nýjar áherslur.

Fellibylurinn Felix.. hver vissi ekki af honum. Langar biðraðir í á flugvelli í Hondúras, alveg 7,000.

Gullna hliðið.. vopnaleitarhliðið.. alveg nýtt....... 

Þorgerður veitir viðurkenningar í háskólum.. jebb..vísinda og lista......

Ráðuneytisinnáskiptingar......

Jafnréttisfræðsla í skólum landsins....

Serbneskur kennari sem byggði hús úr flöskum.. 13.500 flöskur takk fyrir túkall.. 

Viðskipti í kauphöll Íslands.. krónan styrktist og gengisvísitalan í 119 stigum. 

Helst í fréttum....

Það er enginn að bíða eftir 10 fréttum..... 


mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

þú segir að fjórir leikmenn frá FH séu í Fjölni.. þú ert ekki með staðreyndir á hreinu... 

Ég vil fá að vita hverjir þessir fjórir eru?

Sveinn Arnarsson, 3.9.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Takk fyrir ábendinguna. Fjórir FH-ingar hafa komið við sögu hjá Fjölni, Ólafur Páll Snorrason er farinn aftur í FH, þrír þeirra eru enn til staðar, Atli Viðar Björnsson, Sigmundur Pétur Ástþórsson og Heimir Snær Guðmundsson.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 3.9.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Sveinn Arnarsson

En það magnaða er sem þú ert að segja með afsökunina á seinkuninni. er að þegar FH att kappi við Breiðablik í gær endaði útsendingin á netinu þegar venjulegur leiktími var búinn. Vinir mínir í Danmörku hringdu hoppandi brjálaðir upp á Rúv frá Kaupmannahöfn til að spyrja þá að þessu. 

Þá héldu menn bara að leikurinn væri búinn!!!

Sveinn Arnarsson, 3.9.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sammála þessu!  Ég trúi ekki öðru en að fólk sé tilbúið að horfa á fótboltaleik eins og í gær, þegar "Öskubuskuævintýri" er í gangi!

Það er ekki eins og RÚV fái að sýna marga íþróttaviðburði og óþolandi þegar menn væla svona! 

Magnús Þór Jónsson, 4.9.2007 kl. 08:47

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er hinn mesti misskilningur að engin hafi verið að bíða eftir tíu fréttunum. Ég held að það hafi margir verið að gera. Þó sjálfsagt hafi verið að láta þær bíða eftir að leiknum lauk þá var það líka sjálfsögð kurteisi að biðjast afsökunar á seinkuninni.

Ég kveikti sjálfur á sjónvarpinu rétt fyrr kl. tíu til að horfa á tíu fréttir og sá þá bláendan á venjulegum leiktíma. Þegar í ljós kom að leikurinn færi í tvisvar sinnum 15 mínútna framlengingu hætti ég við að horfa á tíu fréttirnar, slökkti á sjónvarpinu og fór að sofa.

Sigurður M Grétarsson, 4.9.2007 kl. 09:35

6 identicon

Seth - ég er algjörlega sammála öllu því sem má finna í þessari færslu - góð færsla. Áfram FH.

Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband