Blaðið fær hrós

Blaðið fær hrós fyrir að birta búta úr bloggum íþróttafréttamanna í blaðinu í dag.  6318354.w641

Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður eftir fund KSÍ og formanns SÍ (Samtaka Íþróttafréttamanna)  í dag vegna aðstöðuleysis íþróttafréttamanna á Þjóðarleikvanginum.

Fundurinn er eftir hádegi í dag. Það gæti bjargað málunum fyrir horn að líklega verða ekki margir blaða - og fréttamenn sem fylgja landsliðið N-Íra. Spænska pressan var með her af fólki og öll sæti sem voru í skjóli voru upptekin.

En það breytir því ekki að þegar stórlið á borð við Spán koma til landsins þá verður það alltaf íslenska pressan sem þarf að sitja úti í kulda og trekki, rigningu og kannski snjókomu um miðjan október.

Ég held að KSÍ hafi áttað sig á óánægju okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband