Klístraður handbolti og faxtæki

Þá er klístraður handbolti farinn í gang.

N1-deildin í kvenna og karlaflokki. Konurnar fóru af stað í kvöld. 

Margir spenntir fyrir handboltanum en við á íþróttadeild Morgunblaðsins þurfum nú að fara að leita aftur að faxtækinu okkar. Ég var á vaktinni í kvöld og þurfti eiginlega að leita og tékka hvort við værum með svona tæki?

HSÍ er eina sérsambandið sem er ekki með úrslit og leikskýrslur í rafrænu formi. Ótrúlegt að staðan sé svona árið 2007. Ég held reyndar að þeir ætli sér að skutla HSÍ inn á 21. öldina fljótlega..... (e.s þeir voru ekki lengi að því. Tvær skýrslur komnar á Excel-skjali. Tíðindi úr Laugardalnum og vel gert HSÍ:)

Topp gaur á Seltjarnarnesinu faxaði samviskusamlega leikskýrsluna úr leik Gróttu og HK í kvöld. Í fjórum eintökum. Alveg pottþétt. Hann hefur kannski ekki kunnað á græjuna enda fáir sem nota faxið í dag.

Ég held samt að hann hafi ekki staðið yfir tækinu og ekki skilið afhverju helv. skýrslan kom alltaf aftur og aftur út úr tækinu í stað þess að fara upp á Mogga. Við fengum allavega fjórar skýrslur en ekkert fax kom úr Fram-heimilinu og Vodafonehöllinni Wink

Fyrir þá sem eru búnir að gleyma þá eru faxtæki svona...

fax1130l


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband