Spontant ákvörðun

Dæmigert "spontant" ákvörðun hjá Íslendingum. Ég hélt að það væri lítið upp úr því að hafa að ræna banka í dag, eru ekki smápeningar uppi við hjá gjaldkerunum í dag miðað við það sem var áður.

Allt rafrænt.

Ég ætla að nota tækifærið og birta mynd sem ég stal af öðru bloggi.

Hlýt að eiga rétt á því þar sem að einhver papparazzi ljósmyndari er farinn að skjóta myndum af stétt íþróttafréttamanna. Líf okkar allra hefur breyst. Maður getur ekki farið í Einarsbúð lengur án þess að vera hundeltur af ljósmyndurum.

Við getum samt sem áður verið alveg vissir um að þessar myndir verða aldrei birtar í dagblöðum á Íslandi. Þau eru einfaldlega ekki nógu stór til þess að birta myndir af mönnum í þessum stærðarflokki.

Gleðin skín úr hverju andliti á þessari mynd sem tekin var í fréttamannaaðstöðunni í Laugardalnum á miðvikudaginn. Græna Moggaúlpan alveg að virka hjá síðuhaldara, Þorsteinn Gunnarsson spakur með derhúfuna en Arnar Björnsson kann þetta enda alinn upp á Húsavík. Slíkir ísbirnir þurfa ekki húfu. 

e.s ég gleymdi að nefna "sílin" sem eru að vaxa í þessari stétt. Hörður fotbolti.net og Maggi aðalmaðurinn á þeirri síðu eru að sjálfsögðu ekki með húfu á landsleik. Það er alveg glatað fyrir menn á þessm aldri og Höddi hefur reyndar ekki verið mikið klæddur á þeim viðburðum sem ég hef verið á að undanförnu. Menn mæta bara í bol í 3 gráður á Akranesi. Sjómaður.  

seth


mbl.is Tveir Bjarnar í steininum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Jebb...

Sigurður Elvar Þórólfsson, 14.9.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband