Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur skorað sitt fyrsta mark fyrir norska liðið Våleranga. Gunnar skoraði síðara mark liðsins í 2-0 sigri á Fredrikstad í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Våleranga komst yfir í leiknum í kvöld strax á fyrstu mínútu en Gunnar Heiðar bætti við öðru marki tíu mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi.
Gunnar kom til Våleranga fyrir tæpum mánuði síðan á lánssamningi frá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover 96. Fyrir hjá liðinu er landsliðsmarkvörðurinn Árni Gautur Arason en hann lék í markinu í kvöld.
Våleranga er í 6. - 7. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig en 21. umferð er lokið. Brann er í efsta sæti með 45 stig og sex stiga forskot á Stabæk sem er í öðru sætinu.
Athugasemdir
Já leiðinlegt þegar nöfn liðanna eru bolduð í fréttum.
tom (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 12:53
Vålerenga - Våleranga?
Sigurður Elvar Þórólfsson, 25.9.2007 kl. 13:18
Seth, FUCK, how old r u? Tom er að kynda þig og þú gekkst ofan í gin ljónsins. Úff.... schkeining jafnvel.
Þakka annars heiðurinn að fá tileinkaða færslu.
kv frá Flensburg
HBG (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:39
Ekki drekka svona stíft HBG....
Sigurður Elvar Þórólfsson, 25.9.2007 kl. 17:41
Sorry, geri þetta ekki aftur.
HBG (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:22
Þú færð allavega ekki lifrina úr mér.. er að nota hana..
Sigurður Elvar Þórólfsson, 26.9.2007 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.