Vel kryddað á SÝN en bragðlaust á RÚV

Það var eitt gott atriði við gærkvöldið þrátt fyrir hörmungina í Liechtenstein. SÝN var með fína umgjörð í útsendingunnni. Sérfræðingar í hálfleik og eftir leik að kryfja hlutina.

Ég sá ekki útsendinguna frá leik Íslands og Lettlands sem var á RÚV. En ég sá útsendingu RÚV frá bikarúrslitaleik FH og Fjölnis.

Þar var minningarmyndband um Ásgeir Elíasson leikið í hálfleik.

Það átti vel við.

Í kjölfarið tók Regína Ósk við. Hvað er það?

Þeir sem sáu landsleik Íslands og Letta á RÚV mega alveg kommentara á hvernig þeir matreiddu leikinn.

Ég veit að Hjörtur Hjartarson hefur fengið gott klapp á bakið í frumraun sinni en það sem ég sakna er að RÚV sé að gera svipaða hluti og SÝN í hálfleik og eftir leik.

Fyrst ég er að hitna í grúvinu og RÚVINU þá er óskiljanlegt að RÚV geti ekki einu sinni birt markaskorara í leikslok eftir beinar útsendingar í handboltanum.

S.l. sunnudag voru Haukar rasskelltir á heimavelli af Stjörnunni. Í leikslok var bara sagt, takk fyrir og bless.

Stafirnir rúlluðu síðan yfir skjáinn og allt búið.

Frekar dapurt að mínu mati. Það vantar meira krydd í þetta á RÚV.

Koma svo Hjössi og Co. 


mbl.is Eiður Smári: Þurfum að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Íþróttaumfjöllun í RUV er í fjálsu falli.  Ingólfur var með fína stjórn á hlutunum (svo ég minnist ekki á kossin góða) og Bjarni Fel sem hélt uppi stuðinu áður er nú orðin elliær og í aukahlutverki. Nú skiptir mestu fyrir landslýð að vita daglega hve Birgir Leifur hefur hnerrað oft þann daginn og skotið marga fugla eða skolla. Fussum svei.

Jóhannes Einarsson, 18.10.2007 kl. 09:59

2 identicon

þá er við þetta að bæta að útsendingar eru hálf undarlegar svo ekki meira sé sagt. Þjálfarar kom til að mynd yfir 40 sinum í mynd í fyrrihálfleik í leik Íslands og Spánar, stöðugar klippingar og endursýningar. Þá er það besta að sá sem lýsir (Hrafnkell) lýsir því sem sýnt er, þar með talið endursýningum af þjálfurum og reynir að spá í þeirra hugsanir í stað þess að horfa á leikin og lýsa honum.

Trúi og treysti því að Skagamaðurinn H.H. færi nýtt líf í íþróttir á RÚV. 

 Nonni

Nonni (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:39

3 identicon

Ég er fullviss að "Hjössi Hjass" hefur stuðning að minnsta kosti 51% þjóðarinnar og hvernig fæ ég það út? Jú allt kvenfólk Íslands slefar hreinlega yfir þessum gullfallega manni og vesturlandið eins og það leggur sig gleymir ekki öllum mörkunum sem hann raðaði inn í nesinu og á skaganum. Það er kannski ein og ein stúlkukind sem hann hefur "hryggbrotið" sem kann að hafa horn í síðu hans og markmenn og varnarmenn sem hann hefur farið ílla með.

 En hann á allan minn stuðning enda man ég ekki eftir því að hann hafi nokkurn tíma farið ílla með mig hvorki í leikjum eða á æfingum.

Alexander H (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Síðasta setningin á eftir að kynda vel upp í Hjassinu..

Sigurður Elvar Þórólfsson, 19.10.2007 kl. 09:56

5 Smámynd: Hjörtur Júlíus Hjartarson

Ég get ekki þrætt við jafn huggulegan og gáfaðan dreng og Alexander er. Ef hann fullyrðir að ég hafi ekki farið illa með hann á æfingum eða leikjum, þá trúi ég því. Rétt eins og öllu öðru í þessum texta ;) 

Annars að gagnrýni Seth, þá var það svo, eins og þú veist, þá seinkaði leiknum um korter vegna þess að HSÍ hafði ekki fyrir því að boða nýja dómara í stað þeirra sem afboðuðu sig. RÚV var því komið um 15 mínútum framyfir í tíma þegar leiknum lauk. Það var því ekki um annað að ræða en að klippa, 1 2 og tíu.

Þetta var ekkert flóknara en það. Vanhæfni eða almennt sinnuleysi var því ekki ástæðan að þessu sinni...

Varðandi Letta leikinn og umgjörðina í kringum hann þá var fullur vilji innan deildarinnar að hafa umgjörðina eins og í leikjunum gegn Spáni og N-Írum (þar var vel vandað til alls. Spjall fyrir, hálfleik og eftir leik). Nokkrir óviðráðanlegir hlutir komu hinsvegar í veg fyrir það.

Hjörtur Júlíus Hjartarson, 22.10.2007 kl. 19:01

6 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Gott krydd....

Sigurður Elvar Þórólfsson, 22.10.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband