Þriðjudagur, 30.10.2007
Tjukk, feit, full og seriegull
Tjukk, feit, full og seriegull...þetta er frasi sem að stuðningsmenn Brann hafa kyrjað í nokkra vikur í Bergen og víðar.
Ég hélt fyrst að þeir væru að syngja um mig þegar ég kom þangað um helgina.
Þykkur, feitur, veit ekki til þess að hafa náð því að vera fullur en ég var í Íslandsmeistaraliði ÍA í 5. fl... Kannski voru þeir að syngja um mig eftir allt saman. Hef farið á nokkra stóra leiki í fótboltanum í Evrópu og það er engu líkt að vera á heimaleik hjá Brann.
Ótrúlegt að Norðmenn kunni að skemmta sér svona á fótboltaleik. Á þessu sviði erum við langt á eftir frændum okkar.
Ha de..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.