Fy faen

Alveg er það nú dásamlegt að finna hreina loftið á Íslandi leika um andlitið þegar maður stígur út úr Leifsstöð klyfjaður af farangri.

Regnið tók líka á móti manni, klakinn og sandurinn á göngustígnum var ekkert að hjálpa til við að draga töskuna.

Og síðan mundi ég ekki eftir því hvar ég hafði lagt bílnum.

Fann hann eftir að hafa kveikt á perunni.Startkaplar%2052650

Samlæsingin virkaði ekki.

Skrýtið.

Opnaði með lyklinum.

Setti blautar töskur í aftursætið og ég var sjálfur hundblautur.

Lykillinn í. Og það gerðist ekkert. Rafmangslaus.

Inn í flugstöð aftur. Enn blautari fyrir vikið.

Dásamlega kurteis ungur Securitas starfsmaður skutlaði mér út á plan aftur og hann ætlaði að gefa mér rafmagn, start eða hvað sem þetta kallast.

Við dunduðum við þetta í hálftíma.

Ekkert gerðist. Og klukkutími var liðinn.

Það komu tveir til viðbótar frá Securitas og ekkert gerðist.

Þá sagði einn þeirra að það væri kannski betra að fá lánaða startkapla hjá bílaleigu inn í stöð. Þessir sem við vorum að nota voru víst eitthvað lélegir.

Ég kíkti á þá. Vá. Þeir héngu saman á einum vír. Ekkert skrýtið að dæmið hafi gengið illa.

Nýju kaplarnir komu skömmu síðar. Og bílinn í gang med det samme. Jæja.

Þá var allt klárt. Nefnilega ekki.

Það var eitthvað mjög undarlegt hljóð í vélinni. Blautt kerti eða eitthvað svoleiðis bílamál. Náði að skrölta af stað eftir að hafa dvalið í 1 1/2 tíma úti á bílaplaninu.

Kom Runólfi í 70 max upp á Skaga.

Helvíti var þetta hressandi heimkoma - fy faen..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband