Föstudagur, 28.12.2007
Íþróttamaður ársins
Það er alltaf mikil spenna sem ríkir fyrir kjörið á Íþróttamanni ársins.
Og á vinnustað mínum hefur varla verið spurt um annað síðustu daga.
Hver heldur þú að verði Íþróttamaður ársins?".
Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um það.
Ég veit hverja ég kaus.
En gef það ekki upp.
Ég skýt á það að Birgir Leifur Hafþórsson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Ragna Ingólfsdóttir verði í þremur efstu sætunum. Hinir 7 sem eru á topp 10 listanum eru: Jón Arnór Stefánsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Snorri Steinn Guðjónsson og Örn Arnarson.
Athugasemdir
Gleðilega hátíð SETH.
Þú getur nú ekki verið minni maður en besti vinur þinn, hann Henry, og gefið okkur upp hverja þú settir í þrjú efstu sætin. Voru það kannski Birgir Leifur, Margrét og Ragna???
Samtökin hljóta að fá "Bleiku steinana" á næsta ári.
kv.
KJR
KJR (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.