Miðvikudagur, 6.2.2008
Stuttbuxur sem ná niður fyrir hné?
Ég fór á körfuboltaleik í Borgarnesi s.l. sunnudag, Skallagrímur vs. Fjölnir.
Fínn leikur og allt það.. en ég fór að velta fyrir mér hvernig þróunin hefur verið í hönnun á körfuboltabúningum undanfarin ár.
Jói Waage er aðalmaðurinn á bak við búninga Skallagríms.
Og ég verð nú bara að spyrja. Er gott að spila í þessum stuttbuxum?
Þær eru risastórar og ná niður fyrir hné á ÖLLUM leikmönnum liðsins.
Líka á 2 metra gaurunum.
Eflaust eru skiptar skoðanir um þetta.
Ég er ekki að mæla með Stockton lúkkinu á þetta.. en ég velti því bara fyrir mér hvort þessi sídd sem ræður ferðinni í dag sé þægileg.
Ég hefði allavega gripið hressilega í svona buxur hjá andstæðingunum hérna í "denn".
Af nógu er að taka.
Bara pæling...
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Sjónvarp, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Það er nú ástæða fyrir þessu, buxurnar í síðasta setti voru frekar litlar og þröngar. Þannig að nú var beðið um aðeins stærri buxur, endaði í því að teknar voru númeri stærri buxur og líka stækkaðar. Ekki alveg það þægilegasta en Kanarnir eru sáttir Annars förum við bara í gömlu bláu sem þú spilaðir í í gamladaga þar sem menn þurftu að stillan vel áður en hlaupið var á stað ef ekki átti ílla að fara
Pálmi Þór (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.